Aðalfundur

Aðalfundur Badmintonfélags Akraness fer fram á Jaðarsbökkum (svölunum) miðvikudaginn 26. mars kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Þeir sem hafa áhuga á að starfa í stjórn félagsins vinsamlega hafið samband við Birgittu, formann, í síma 865-5730. Stjórnin

Aðalfundur Skotfélagsins

Aðalfundur Skotfélagsins verður haldinn fimmtudaginn 27. mars í íþróttahúsinu við Vesturgötu

Aðalfundur Þjóts

Aðalfundur Þjóts verður haldinn í sal Brekkubæjarskóla fimmtudaginn 20 mars n.k. klukkan 20. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf. Iðkendur og velunnarar félagsins hvattir til að mæta. Hlökkum til að sjá sem flesta. Kv. Stjórnin

Íslandsmót ÍF í apríl

Íslandsmót ÍF verður með breyttu sniði. Keppninni verður skipt upp eftir íþróttagreinum. Sund og frjálsar verða í Reykjavík 5-6 apríl og helgina þar á eftir 11-12 apríl verðir fólk að bregða undir sig betri fætinum því keppni í boccia, borðtennis og lyftingum fara fram á Akureyri. Að sjálfsögðu á Þjótur keppendur á báðum stöðum.

Bocciamót Lionsmanna og Þjóts

Árlegt bocciamót Lionsmanna og Þjóts fór fram 23. febrúar sl. Frekar fámennt en góðmennt. ÍFR með 3 lið, Ösp með 3 lið og 2 lið frá Þjóti. Hörð keppni milli liða og lauk með góðum sigri ÍFR félaga sem gerðu sér góða ferð hingað á Skagann og hirtu öll 3 verðlaunin sem í boði voru. […]

Fyrsta degi á R-I-G lokið

Fyrsti degi RIG leikum í Laugardalslaug lokið, Byrjunin lofar góðu, Laufey María hlaut silfur í 400 metra skrið. Til hamingju Laufey María. Á morgun hefst upphitun kl 12 og keppni kl 13 og þá mæta 6 sundmenn galvaskir til leiks. Gangi ykkur öllum vel.

R-I-G

Nú fer keppnistímabilið á fullt. Helgina 17-19 jan verður keppt í sundi í Laugardalslaug. Að venju sendir Þjótur fulltrúa fyrir félagið.

Bocciameistari Þjóts

Innanfélagsmóti Þjóts í boccia lokið. Til úrslita kepptu þau Áslaug Þorsteinsdóttir og Guðmundur Örn Björnsson (Addi) og hafði Addi sigur að lokum. Til hamingju Addi.