Æfingar hjá Karatefélagi Akraness hefjast að nýju eftir gott jólafrí miðvikudaginn 8. janúar. Æfingatímar eru þeir sömu og fyrir jólafrí að því undanskyldu að meistaraflokkur æfir núna á miðvikudögum frá 18-20 og á föstudögum frá 17-19. Æfingar fara sem áður fram í speglasalnum í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu.
Verð fyrir önnina er 19:500 krónur fyrir byrjendur en hægt er að senda börnin í fría prufutíma til 22. janúar. Eftir það fara greiðslur fram í gegnum Nóra. Hér er hægt að skoða æfingagjöld KAK.
Búninsklefar í íþróttahúsinu við Vesturgötu eru ekki enn tilbúnir en það styttist í það. Þangað til þeir komast í gagnið fá karatekrakkar aðgang að stóru klósettunum í anddyri íþróttahússins til að skipta um föt.