Garðavöllur lokar formlega
Garðavöllur hefur lokað inn á sumarflatir og teiga frá og með 2.nóvember 2017. Vetraflatir og teigar hafa verið útbúnir á seinni níu holum vallarins. Völlurinn verður áfram opin fyrir kylfinga meðan veðurfar leyfir og mun tilkynning verða send út síðar þegar og ef vellinum verður lokað í vetur.
Vinsamleg tilmæli vallarstjóra er að gæta að umgengni nú þegar haustið er skollið á og tíðarfarið fjölbreytilegt. Bannað er að spila Garðavöll ef morgunfrost myndast fyrst á morgnana. Mikilvægt er að sólin fái tækifæri til að koma upp en flatir og önnur svæði vallarins eru sérstaklega viðkvæm við slíkar aðstæður. Kylfingar eru minntir á að ganga vel um völlinn og setja torfusnepla aftur í kylfuför en góð umgengi lýsir innri manni.
Golfklúbburinn Leynir þakkar öllum kylfingum fyrir heimsóknir á Garðavöll í sumar og hlakkar til sjá sem flesta kylfinga sumarið 2018.
Fyrstu leikir vetrarins hjá yngri flokkum
Þá rúllar vetrarboltinn af stað, en okkar lið eiga sjö leiki í Faxaflóamótinu nú um helgina! Það byrjar hér heima á
Breytingar á störfum yfirþjálfara hjá Knattspyrnufélagi ÍA
Knattspyrnufélag ÍA (KFÍA) stendur á ákveðnum tímamótun þar sem framtíðarsýn og skipulag félagsins er til skoðunar. Þáttur í þessu er
Lokamóti opnu haustmótaraðar GrasTec FRESTAÐ
Síðasta mótinu í opnu haustmótaröð GrasTec hefur verið frestað um óákveðin tíma en mótið var áætlað n.k. laugardag 4. nóvember. Veðurspár og veðurútlit er þannig að næturfrost og kuldi sækir að okkur næstu daga.
Frekari upplýsingar um mótið og nýja dagsetningu verðar gefnar út við fyrsta tækifæri.
Flott mæting á fyrirlestur Vöndu

Þriðjudaginn 31. október mættu um 120 manns til að hlusta á erindi Vöndu Sigurgeirsdóttur um hvernig í íþróttafólkið okkar geti bætt árangur sinn í íþróttum með notkun sálrænna aðferða. Hún kom einnig inn á mikilvægi jákvæðra leiðtoga, bæði í íþróttum en einnig tengt öðrum þáttum í lífi okkar. Mikil ánægja var með erindi Vöndu og […]
Uppskeruhátíð LH – Jakob Svavar er knapi ársins

Uppskeruhátíð Landssambands Hestamannafélaga (LH) var haldin s.l laugardag. Á hátíðinni voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu. Dreyrafélaginn Jakob Svavar Sigurðsson fékk stærstu viðurkenningu kvöldsins þegar hann var valinn Knapi ársins 2017. Hann var einnig valinn íþróttaknapi ársins og tilnefndur í 2 öðrum flokkum. Glæsileg uppskera og árangur hjá Jakobi á þessu ári enda […]