Golfhermir og inniaðstaða opnar veturinn 2017-2018

Inniaðstaða GL hefur opnað og í vetur stendur félagsmönnum GL að nýta sér inniaðstöðuna til að viðhalda púttstrokunni og golfsveiflunni. Inniaðstaðan er sem áður í vélaskemmu GL beint upp af æfingasvæðinu Teigum.
Opnunartími inniaðstöðunnar til og með 31. mars 2018 er eftirfarandi:

Mánudagur

13:00 – 18:00

Þriðjudagur

13:00 – 18:00

Miðvikudagur

13:00 – 18:00

Fimmtudagur

13:00 – 18:00

Föstudagur

13:00 – 18:00

Laugardagur

13:00 – 18:00

Sunnudagur

Lokað
Ath. tímatafla birt með fyrirvara um breytingar vegna golfæfinga barna/unglinga.

Golfhermirinn verður áfram til afnota fyrir félagsmenn GL og aðra áhugasama gesti. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um verð og hvernig á að bóka tíma.
Verðskrá:
Verð pr. tíma (1 klst.): kr. 2.000-.
Hægt er að kaupa afsláttar/klippikort:
Brons, 5 tíma kort, kr. 9.500,-
Silfur, 10 tíma kort, kr. 18.000,-
Gull, 20 tíma kort, kr. 32.000,-
Platínum, 30 tíma kort, kr. 42.000.-
Það tekur um 3 klukkustundir fyrir fjóra kylfinga að leika 18 holur. Vinsamlega greiðið gjaldið áður en farið er í golfherminn á skrifstofu GL eða hjá starfsmanni GL í vélaskemmu. Einnig er hægt að millifæra fyrir tímann á reikning GL, 0186-26-601 kt. 580169-6869. Hægt er að skoða lausa tíma á heimasíðu GL www.leynir.is (eða með því að ýta á þennan link https://teamup.com/ks4b32b6ed0dff53fc) og bóka tíma í kjölfarið á leynir@leynir.is eða í síma 431-2711/896-2711.

ÍA með gull, silfur og brons

Fyrsta móti Íslandsmeistaramótaraðarinnar lauk um helgina með úrslitum í flokki 16-19 ára og 20+. Í 16-19 ára flokki sigraði Brimrún Eir Óðinsdóttir eftir spennandi bráðabana á móti keppanda frá Klifurfélagi Reykjavíkur, og landaði þar með þriðju medalíu ÍA á helginni. Fyrr hafði Sylvía Þórðardóttir landað silfri í 11-12 ára flokki og Hjalti Rafn kristjánsson bronsi […]

Aðalfundur GL – 12.desember 2017

Aðalfundur Golfklúbbsins Leynis verður haldinn þriðjudaginn 12. desember kl. 19:30 í golfskála félagsins.
Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt 8.gr.laga Golfklúbbsins Leynis.
Óskað er eftir framboðum til stjórnar og nefnda og skulu framboð berast fyrir 27. nóvember næstkomandi. Áhugasamir skulu senda tölvupóst á leynir@leynir.is
Stjórn Golfklúbbsins Leynis

Viðhorfskönnun GL – 2017

Stjórn GL hefur ákveðið að senda út viðhorfskönnun samsvarandi þeim sem voru sendar út árið 2012, 2014 og 2016.
Með þessari viðhorfskönnun vill stjórnin ná fram áliti sem flestra félaga klúbbsins á ýmsum málum og nýta niðurstöður í þá vinnu sem framundan er við undirbúning sumarsins 2018 og rekstur klúbbsins. Niðurstöður úr þessari viðhorfskönnun verða kynntar fyrir félagsmönnum á aðalfundi GL í desember n.k.
Það tekur um 5 mín að svara þessari könnun og þess ber að geta að ekki þarf að svara spurningum sem hver og einn telur ekki eiga við sig. Hægt verður að svara þessari viðhorfskönnun til og með 26. nóvember 2017.
Slóð á viðhorfskönnun:
https://www.surveymonkey.com/r/66TMYQ2

KDA og KFIA gera 2 ára samning

Í kvöld undirrituðu dómarafélagið og knattspyrnufélag ÍA undir tveggja ára samning. Sem felur í sér samstarf um dómgæslu á heimaleikjum

ÍA strákar á landsliðsæfingar

Helgina 17.-19. nóvember næstkomandi fara fram úrtaksæfingar fyrir U16 og U17 ára landslið karla. Frá ÍA hefur Oliver Stefánsson verið