ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Stærsta árgangamót ÍA hingað til

Stærsta árgangamót ÍA hingað til

09/11/17

#2D2D33

Þann 11. nóvember næstkomandi fer Árgangamót ÍA fram í Akraneshöllinni í sjöunda sinn. Árgangamótið var fyrst haldið árið 2011 og hefur vaxið með hverju árinu. Í ár er leikið í þremur deildum, þ.e. svokallaðri Lávarðadeild karla þar sem leikmenn 40 ára og eldri spila í tveimur 4 liða riðlum, Ungliðadeild karla þar sem leikmenn 30-39 ára spila í tveimur fimm liða riðlum og síðast en ekki síst Kvennadeild þar sem 5 lið etja kappi í einum riðli.

 

Árgangamót ÍA ber höfuð og herðar yfir önnur sambærileg mót hérlendis þar sem rúmlega 250 keppendur hafa skráð sig til leiks. Er þetta til marks um þá djúpstæðu hefð sem knattspyrnan skipar í hugum Skagamanna.

 

Að kvöldi laugardags verður svo haldin uppskeruhátíð árgangamótsins í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum þar sem árgangar hittast, skemmta sér og rifja upp gömul kynni. Mun Ingó Veðurguð halda uppi fjörinu á skemmtuninni.

 

Árgangamótið og kvöldskemmtunin er orðið einn af helstu og skemmtilegustu viðburðunum á Akranesi á hverju ári. Eru allir hvattir til að mæta í Akraneshöllina á laugardaginn kemur og fylgjast með gömlu kempum leika listir sínar og slást í för með árgöngum sínum á uppskeruhátíðna og eiga þar skemmtilega kvöldstund – þátttaka á árgangamótinu fyrr um daginn er ekki skilyrði heldur er kvöldskemmtunin opin öllum.

 

Árgangamótið hefst kl. 13:30 á laugardaginn í Akraneshöllinni. Þá opnar íþróttahúsið að Jaðarsbökkum dyr sínar fyrir gesti um kvöldið kl. 19:00 og stendur skemmtunin til um 1:00.

 

Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook síðumótsins.

 

Nefnd Árgangamóts ÍA

 

 

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content