Herrakvöld ÍA verður 21. apríl

Nú er komið að því – Herrakvöldið endurvakið Húsið opnar 19.30 Fordrykkur Frábær matur Leikmannakynning, Gulli og Jón Þór ræða komandi

Herrakvöld ÍA verður 21. apríl

Nú er komið að því – Herrakvöldið endurvakið Húsið opnar 19.30 Fordrykkur Frábær matur Leikmannakynning Veilsustjóri: Pétur Ottesen Ræðumaður kvöldsins:

Birgir Leifur ráðinn íþróttastjóri Golfklúbbsins Leynis

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur og sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi hefur verið ráðinn íþróttastjóri hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi og mun hann hafa yfirumsjón með allri þjálfun hjá Golfklúbbnum Leyni. Birgir Leifur mun vinna sem íþróttastjóri samhliða atvinnumennsku í golfi á Áskorendamótaröðinni (European Challenge Tour) þar sem hann er með keppnisrétt.

Birgir Leifur starfaði nú síðast hjá GKG og mun samhliða störfum sínum fyrir Golfklúbbinn Leyni áfram spila og keppa undir merkjum GKG. Birgir Leifur er menntaður PGA golfkennari frá PGA golfkennaraskólanum á Íslandi en hann lauk golfkennaranámi árið 2012.

Birgi Leif þarf vart að kynna en hann er alinn upp á Akranesi og spilaði undir merkjum Golfklúbbsins Leynis allt til ársins 1997 er hann gekk til liðs við GKG m.a. vegna íþróttastefnu þess klúbbs á þeim tíma. Undanfarin ár hefur Birgir Leifur tekið virkan þátt í uppbyggingu á öflugu íþróttastarfi GKG og öðlast dýrmæta reynslu í hvernig hægt er að byggja upp gott íþróttastarf.

Með ráðningu á Birgi Leif er ætlun stjórnenda Golfklúbbsins Leynis að byggja upp öflugt íþróttastarf til framtíðar. Klúbburinn hefur verið þekktur fyrir að hafa alið upp margan góðan kylfinginn og má þar helst nefna Valdísi Þóru Jónsdóttur atvinnukylfing og margfaldan Íslandsmeistara í golfi.

Mikil ánægja er hjá stjórn klúbbsins að fá Birgi Leif á ný til liðs við Leyni, það að fá hann inn framtíðaráætlanir GL lýsir vel þeim metnaði sem stjórn GL hefur til uppbyggingar á íþróttastarfi klúbbsins. Birgir Leifur er og hefur verið fremsti kylfingur Íslands síðastliðin 20 ár, með reynslu hans og þekkingu í farteskinu lítur stjórn GL björtum augum á framtíðina.

Mynd:
Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis, Birgir Leifur Hafþórsson íþróttastjóri Leynis og Þórður Emil Ólafsson formaður Leynis.

Vel sótt ársþing ÍA

Í gærkvöld, þann 6. apríl var 73. ársþing ÍA haldið í hátíðarsalnum að Jaðarsbökkum. Góð mæting var á ársþingið og mikill samhugur í fólki. Sigurður Elvar Þórólfsson var kjörinn þingforseti og stýrði hann ársþinginu af myndarbrag. Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, formaður ÍA fór yfir það helsta í starfsemi Íþróttabandalagsins á árinu 2016 og Svava Huld Þórðardóttir […]

Leikir yngri flokka um helgina

Helgin hefst í kvöld, föstudaginn 7. apríl, með leik hjá B-liði 2.flokks karla ÍA/Kári. Þeir taka á móti liði Snæfellsness

Ársþing ÍA 2016

Ársþing ÍA verður haldið í kvöld, 6. ápríl kl. 20:00 á Jaðarsbökkum. Dagskrá þingsins er sem hér segir: Þingsetning, kosning þingforseta og þingritara Kosning kjörbréfanefndar og kjörbréf lögð fram Niðurstaða kjörbréfanefndar Ársskýrsla ÍA lögð fram Ársreikningar ÍA Umræður um ársskýrslu og ársreikninga og atkvæðagreiðsla um reikningana. Heiðursviðurkenningar Styrkveitingar Lagabreytingar (engar tillögur) Umsóknir um aðild að […]

Súpufundur með Guðmundi Guðmundssyni

Miðvikudaginn 5. apríl mun HSÍ standa fyrir súpufundi í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar og hefst hann kl.12. Þar mun Guðmundur Guðmundsson fara yfir leið Danmerkur að Ólympíugullinu í Ríó 2016. Boðið verður uppá dýrindis súpu og brauð og er kostnaður kl.1.000 á mann. Skráning er á magnus@hsi.is fyrir kl.17 þriðjudaginn 4.apríl.

Reiðnámskeið fyrir yngstu Dreyrafélagana.

Reiðnámskeið fyrir krakka í Dreyra. Reiðnámskeið fyrir börn (4 ára? til 12 ára?) verður haldið í apríl.   Námskeiðið er ætlað fyrir börn  sem eru óvön/óörugg og  vilja auka öryggi sitt á hestbaki og bæta/læra stjórnun fararskjótans. Gert er ráð fyrir 5 skiptum og fyrsti tíminn verður síðdegis þann 19. apríl.  Kennari verður Helena Bergström […]

Fundur 5. apríl vegna Löngufjöruferðar í júní.

Dreyrafélagar: FERÐAR-FUNDUR verður haldinn miðvikudaginn 5. apríl kl.20 í félagsheimilinu vegna fjölskylduferðar hestamannafélagsins á Löngufjörur 9.-11.júní. Kostnaður er um Kr. 10.000 fyrir mann og hest (gisting á Snorrastöðum og girðingargjald) Kynningarfundur var haldinn 28. mars og ætlunin er á fundinum næsta miðvikudag (5.apríl) að þeir sem ætla sér að fara mæti og ráði ráðum sínum […]