ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

skipaskagi

1. grein

Félagið heitir Ungmennafélagið Skipaskagi, skammstafað USK.  Heimili félagsins og varnarþing er Akranes.

2. grein

Markmið félagsins eru:

  • að auka áhuga félagsmanna og almennings á líkamsrækt og stuðla að alhliða íþróttaiðkun.
  • að reyna eftir megni að vekja löngun hjá félagsmönnum að vinna að frelsi, framförum og heill sjálfra sín og þjóðarinnar af mannúð og réttlæti.
  • að vernda þjóðlega menningu.
  • að auka áhuga félagsmanna á hverskonar félags- og tómstundastarfsemi.
  • að vinna gegn tóbaksreykingum, neyslu áfengis og annara skaðnautna, s.s. vímuefna.
  • að vinna að markmiðum og stefnuskrá Ungmennafélags Íslands með kjörorðunum “Íslandi allt”.

3. grein

Markmiðum sínum hyggst félagið ná með fundahöldum, námskeiðum, íþróttaæfingum, félagsstarfi og ýmiskonar framkvæmdum sem bestar þykja á hverjum tíma.

4. grein

Félagi getur hver sá orðið, er sækir um inntöku í félagið og gangast vill undir lög þess.  Allir félagar 12 ára og eldri hafa atkvæðisrétt á fundum félagsins.  Úrsögn úr félaginu skal tilkynnt formanni félagsins.  Félagi sem ekki hefur greitt árgjald sitt í 3 ár eða lengur telst hafa fyrirgert öllum réttindum sínum innan félagsins og skal ekki færður á félagsskrá fyrr en hann hefur greitt skuld sína.

5. grein

Aðalfund skal halda í febrúar ár hvert, og skal kosin þar stjórn og tveir endurskoðendur.  Endurskoðaðir reikningar nýliðins starfsárs skulu bornir upp til samþykkis.  Reikningsár félagsins er almanaksárið.  Félagsstjórn skal á aðalfundi skýra frá starfi félagsins á liðnu starfsári.  Aðalfundur skal boðaður bréflega, eða á annan hátt með minnst 7 daga fyrirvara og er lögmætur sé löglega til hans boðað.

6. grein

Aðalfundur ákveður á hverjum tíma árgjald félaga.  Gjalddagi árgjalda skal vera fyrir aðalfund hvers árs.  Stjórn félagsins skal halda spjaldskrá yfir alla meðlimi félagsins.
7. grein

Stjórn félagsins fer með æðsta vald félagsins milli aðalfunda.  Stjórn félagsins skipa 5 menn, formaður, ritari, gjaldkeri og tveir meðstjórnendur, auk tveggja varamanna.  Við kosningu stjórnar skal fyrst kosinn formaður, síðan fjórir meðstjórnendur sem skipta með sér verkum.  Allir félagar sem kosningarétt hafa eru kjörgengir til stjórnarstarfa en gjaldkeri skal vera fjárráða.  Stjórnin velur fulltrúa til að mæta fyrir hönd félagsins þar sem við á.  Stjórn félagsins er heimilt að skipa unglingaráð, og aðrar nefndir og sérráð til að hafa umsjón með einstökum málaflokkum er þurfa þykir.  Formaður er framkvæmdastjóri félagsins, nema stjórnin ráði sér annan framkvæmdastjóra.

8. grein

Ungmennafélagið Skipaskagier beinn aðili að UMFÍ.  Einnig er félagið aðili að ÍA og ÍSÍ og er því háð lögum, reglum og samþykktum þessara félaga.

9. grein

Á fundum félagsins ræður einfaldur meirihluti atkvæða úrslitum mála.  Lögum félagsins er aðeins hægt að breyta á aðalfundi.  Til þess að breytingar á lögum nái fram að ganga þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða.

10. grein

Til að félagið verði lagt niður þarf samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða á aðalfundi og skal stjórnin þá boða til aukaaðalfundar sem verður einnig að samþykkja tillöguna með 2/3 hlutum greiddra atkvæða.  Verði félagið lagt niður þá skal afhenda eigur þess Íþróttabandalagi Akraness til varðveislu, en ef hliðstætt félag verður stofnað innan íþróttahéraðsins síðar, skulu eignir félagsins afhentar hinu nýja félagi til afnota.

11. grein

Lög þessi öðlast gildi þegar þau hafa verið samþykkt á stofnfundi félagsins. Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi Ungmennafélagsins Skipaskaga þann 14. febrúar 1991.

Edit Content
Edit Content
Edit Content