ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

kraftlyftingar

Kraftlyftingafélag Akraness

Stofnað: 24. nóvember 2009

Kennitala: 460110-0680

Reikningsnúmer: 552-26-6800

Tilgangur félagsins er að kenna og iðka kraftlyftingar og gæta hagsmuna félagsmanna. Félagið leggur áherslu á að félagsmenn keppi eftir þeim reglum sem gilda hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands hverju sinni. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að skapa aðstöðu til iðkunar greinarinnar, auka fræðslu og kynningu á íþróttinni. Félagið vinnur að því að útbúa aðstöðu fyrir kraftlyftingar í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu.

Saga félagsins

Eftir að samþykkt var að Kraftlyftingasamband Íslands (KRAFT) mundi sækja um aðild að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) í desember árið 2008 hófst stofnun kraftlyftingafélaga á Íslandi.

Fljótlega barst til tals að stofna félag á Akranesi innan vébanda Íþróttabandalags Akraness (ÍA) en lítið gerðist í þeim málum. Fyrir íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu 2009, sem haldið var á selfossi 22. nóvember það ár, hugðist Kári Rafn Karlsson skrá sig íKraftlyftingadeild Breiðabliks til að geta keppt á því móti. Guðjón Hafliðason, þáverandi formaður Kraftlyftingadeildar Breiðabliks og varaformaður í stjórn KRAFT, reið þá á vaðið og hafði samband við vel valda aðila upp á Skaga um stofnun félags og hjólin fóru loks að snúast. Kári varð fyrstur til að keppa undir merkjum Kraftlyftingafélags Akraness, þó að félagið væri ekki formlega stofnað en stofnfundurinn sjálfur var haldinn tveimur dögum síðar (24. nóvember 2009).

Fundurinn var vel sóttur af kraftlyftingaáhugamönnum af Akranesi auk fulltrúa úr stjórn KRAFT, þau Auðunn Jónsson varamaður, Guðjón Hafliðason varaformaður, Gry Ek ritari, og Sigurjón Pétursson formaður, og fulltrúa ÍA, þeir Sturlaugur Sturlaugsson formaður og Jón Þór Þórðarson íþróttafulltrúi.

Engar upplýsingar fundust

1. grein

Félagið heitir Kraftlyftingafélag Akraness. Heimili þess og varnarþing er á Akranesi.

2. grein

Tilgangur félagsins er að kenna og iðka kraftlyftingar og gæta hagsmuna félagsmanna. Félagið leggur áherslu á að félagsmenn keppi eftir þeim reglum sem gilda hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands hverju sinni.

3. grein

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að skapa aðstöðu til iðkunar greinarinnar, auka fræðslu og kynningu á íþróttinni.

4. grein

Félagsmenn teljast allir þeir er hafa greitt félagsgjald og/eða æfingargjöld til Kraftlyftingafélag Akraness á síðustu 12 mánuðum.  Félagsmaður sem gengur úr félaginu á enga körfu á hendur því um endurgreiðslu á greiddum æfingargjöldum né eignarhluta í eigum félagsins.

5. grein

Stjórn félagsins er kjörin á aðalfundi. Stjórn skipa þrír menn; formaður, gjaldkeri (varaformaður) og ritari. Stjórnin er kosin á aðalfundi til eins árs í senn og skiptir með sér verkum. Allir félagsmenn eru kjörgengir við kosningu stjórnar.

6. grein

Aðalfundur fer með æðsta vald félagsins. Hann skal halda fyrir 15. apríl ár hvert og til hans boðað með minnst 14 daga fyrirvara. Boðað skal til aðalfundar bréflega, með tölvupósti eða á annan gjaldgengan hátt. Málefni sem félagar óska eftir að tekin verði fyrir á aðalfundinum skulu hafa borist stjórn minnst 7 dögum (viku) fyrir aðalfund. Aðalfundur kýs félaginu stjórn, samþykkir reikninga og kýs einn skoðunarmann reikninga. Dagskrá fundarins skal vera:

  1. Skýrsla formanns
  2. Skýrsla gjaldkera og endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
  3. Umræða um skýrslu formanns og gjaldkera
  4. Kosning stjórnar og skoðunarmanns reikninga
  5. Lagabreytingar
  6. Önnur mál.

Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.

7. grein

Reikningstímabil félagsins er almanaksárið.

8. grein

Formaður er aðalforsvarsmaður félagsins. Hann kallar saman stjórnarfundi sem skulu haldnir eins oft og þurfa þykir og stjórnar þeim. Stjórn auglýsir félagsfundi og skipar fundarstjóra. Stjórnin skal gæta þess að lögum og reglum félagsins sé hlýtt og hafa vakandi áhuga fyrir öllu því sem verða má félaginu til heilla.

9. grein

Stjórn boðar til félagsfunda svo oft sem þurfa þykir. Stjórninni ber að boða til aukafundar ef minnst 5 félagsmenn óska þess skriflega og skal hann haldinn innan 14 daga. Dagskrá fundarins skal tilkynna í fundarboði. Meirihluti mættra félagsmanna ræður á löglega boðuðum félagsfundum.

10. grein

Atkvæðagreiðsla um mál skal vera skrifleg ef einn fundarmanna óskar þess.

11. grein

Stjórn félagsins er heimilt að vísa hverjum þeim er brýtur gegn lögum félagsins eða gerist sekur um óprúðmannlega framkomu, úr félaginu. Ákvörðun stjórnar skal lögð fyrir næsta aðalfund félagsins til staðfestingar.

12. grein

Félaginu verður ekki slitið nema 2/3 félagsmanna samþykki það á aðalfundi í löglegri atkvæðagreiðslu, enda hafi þess verið getið í fundarboði að fyrir lægi tillaga um félagsslit.

13. grein

Ef um eignir er að ræða við slit félagsins skal greiddar upp allar skuldir sem félagið hefur stofnað til og ef um umfram eignir er að ræða eftir greiðslu allra skulda skal stofnaður sjóður um þær eignir sem eftir eru. Sjóðurinn skal vera í umsjá Íþróttabandalags Akraness (ÍA).

14. grein

Lögum þessum verður ekki breytt nema með 2/3 hlutum greiddra atkvæða á aðalfundi. Skulu tillögur um lagabreytingar hafa borist stjórn félagsins eigi síðar en 7 dögum (viku) fyrir aðalfund.

Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi félagsins 24. nóvember 2009

Lögð fram til umsagnar hjá Íþróttabandalagi Akraness og samþykkt af laganefnd ÍSÍ 2010

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content