Karatefélag Akraness

 

1 week ago
Karatesamband Íslands

Helgina 13.-15. September verður haldið Smáþjóðamót í Laugardagshöllinni. Ísland er gestgjafi þetta árið og eigum við í KAK tvo keppendur í landsliðshópnum, þau Kristrúnu Báru og ... See more

Frábær æfing í morgun hjá katahópnum sem keppir á Smáþjóðamótinu.

3 weeks ago

Minnum á að æfingar hefjast í dag 28.ágúst 🙂

3 weeks ago

Þá er komið að því að hefja æfingar á ný eftir sumarfrí.

Æfingar hefjast hjá öllum flokkum miðvikudaginn 28.ágúst.

Skráning fer fram í nóra á www.ia.is.

Allir velkomnir, ... See more

3 weeks ago

4 months ago

Lokaæfing 22.maí

Nú er gráðun lokið hjá Karatefélagi Akraness og sumarið nálgast óðfluga. Lokaæfing félagsins verður 22. maí næstkomandi. Börnin mæta á sama æfingatíma og ... See more

4 months ago

Minnum á gráðun á föstudaginn 17.maí. Vegna lokunar sundlaugarinnar þá þarf að ganga inn íþróttahús megin (hjá stóra ÍA merkinu). Gráðun er haldin í stóra íþróttasalnum.

4 months ago
Gráðun 17.maí 2019

Vinsamlegast yfirfarið skráningu félagsins vegna gráðunar þann 17. maí nk. á ... See more

Blað1 Eftirfarnandi iðkendur eru skráðir í gráðun 17.maí 2019 A.T.H. aðeins þeir eru skráðir í gráðun sem hafa greitt æfingagjöld félagsins, vinsamlegst kannið hvort skráning sé ... See more

4 months ago
Not Found

Vinsamlegast yfirfarið skráningu félagsins vegna gráðunar þann 17. maí nk. á ... See more

4 months ago

Í dag eignaðist KAK tvo nýja svartbeltinga. Til hamingju Amalía og Kristrún Bára með árangurinn.

4 months ago

Gerum bæinn okkar hreinan.

KAK ætlar að hittast fyrir utan íþróttahúsið við Vesturgötu kl. 17:00

Veðurspáin er góð þannig að allt stefnir í flottan viðburð.

Helstu atriði ... See more

« 1 of 3 »

Íslandsmót í karate

Íslandsmót í karate verður haldið dagana 4.-5. maí. Keppt er í tveimur flokkum; flokki unglinga (12-17 ára) og flokki barna.

  • Íslandsmót unglinga verður haldið 4. maí í Smáranum í Kópavogi milli klukkan 10:00 og 15:00
  • Íslandsmót barna verður haldið 5. maí í Smáranum í Kópavogi milli klukkan 10:00 og 15:00

Skilyrði fyrir þátttöku er að greidd hafi verið æfingagjöld fyrir börnin. Karatefélagið stendur straum af kostnaði við þátttöku á Íslandsmótinu og því er mikilvægt að keppendur séu ekki skráðir á mótið nema öruggt sé um þátttöku.

Skráning fer fram í gegnum þetta skjal.

 

Fjörkálfamót í Smáranum 13. apríl

Karatekrökkum frá Karatefélagi Akraness býðst að taka þátt Fjörkálfamóti í Kata sem karatefélög Þórshamars og Breiðabliks standa fyrir laugardaginn 13. apríl næstkomandi. Mótið er fyrir keppendur sem eru fæddir árið 2008 og yngri. Mótið er æfingamót. Á Faebook-síðu viðburðarins segir að mótið sé tilvalið tækifæri fyrir krakkana að kynnast kata-keppni í öruggu og uppbyggilegu umhverfi. Allir keppendur fá þátttökuverðlaun og keppa fleiri en eina viðureign. Mótið er kjörið tækifæri fyrir þátttakendur að æfa kata undir gráðun.

Mótið fer fram í Smáranum í Kópavogi. Að lokinni keppni verður haldin páskagleði með pítsum og páskaeggjum.
Mótsgjöld eru 1500 krónur á hvert barn og greiðast frá hverju félagi fyrir sig. Þau standa straum af kostnaði við verðlaun og veitingar.

Karatefélag Akraness mun standa straum af kostnaði við þátttöku á mótinu. Skilyrði fyrir þátttöku er því að skráningargjöld hafi verið greidd í félagið fyrir önnina á skráningarvef NORA. Einnig brýnum við fyrir foreldrum og forráðamönnum að skrá ekki börnin til þáttöku nema öruggt sé að þau taki þátt, þar sem greiða þarf fyrir börn sem hafa verið skráð. Skráningarfrestur er til 8. apríl.

Í þessu skjali skráir þú þinn iðkanda til leiks í skemmtilegu Fjörkálfamóti!

Áætluð dagskrá

Árgangar 2010 og yngri
12:30 mæting
13:00-15:00 mót
15:00-16:00 páskafjör

Árgangar 2008 og 2009
15:30 mæting
16:00-18:00 mót
18:00-19:00 páskafjör

Æfingar á Jaðarsbökkum frá 1. apríl

Æfingar karatefélagsins færast tímabundið yfir á Jaðarsbakka vegna framkvæmda við fimleikahúsið sem verið er að byggja við hlið íþróttahússins á Vesturgötu. Karateæfingar verða á sama tíma í parketsalnum á annarri hæð í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum.

Gengið er inn um innganginn við enda hússins, við stóra ÍA merkið. Þaðan er farið upp stigann til vinstri.

Skemmtilegt innanfélagsmót í KATA

Fjöldi iðkenda í Karatefélagi Akraness tóku þátt í innanfélagsmóti í KATA í dag. Keppt var í þremur flokkum og var iðkendum skipt upp eftir beltum. Allir fengu páskaglaðning að móti loknu, páskaegg númer tvö. Sigurvegarar í efstu þremur sætum í hverjum flokki fyrir sig fengu svo ögn stærri páskaegg og svo virðist sem krökkunum hafi líkað vel. Dómarar á mótinu voru krakkar í unglingaflokki Karatéfélagsins og stjórnandi mótsins var Villi, aðalþjálfari félagsins.

Eftir mótið bauð Karatefélagið upp á pizzuveislu í anddyri íþróttahússins við Vesturgötu. Stemningin var skemmtileg og létt og allir gengu glaðir heim að loknu móti.

Innanfélagsmót sem þetta er til þess ætlað að kenna krökkum og aðstandendum þeirra hvernig mót ganga fyrir sig. Ekki eru veitt eiginleg verðlaun á mótum sem þessum, heldur er fremur litið á þau sem skemmtun og æfingu fyrir krakkana. Þegar krakkarnir fara svo að keppa á stærri mótum hafa þau góða hugmynd um hvernig mótin ganga fyrir sig og við hverju má búast.

 

Innanfélagsmót í KATA í lok mars

Laugardaginn 30. mars næstkomandi verður innanfélagsmót í KATAhjá Karatefélagi Akraness. Mótið hefst klukkan 14:00 og áætlað er að því ljúki klukkan 16:00. Krakkar sem hyggjast keppa mæti í aðalsalinn í Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Mótið er skemmtimót þar sem krakkarnir kynnast því hvernig er að keppa í KATA. Allir þátttakendur í mótinu fá verðlaunapening fyrir þátttöku og sigurvegararnir hljóta bikar. Eftir mótið verður pizzaveisla í anddyri íþróttahússins og einnig smá páskaglaðningur.

Foreldrum, forráðamönnum og velunnurum er velkomið að koma og horfa á og hvetja krakkana til dáða.