ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

karate

1. grein

Félagið heitir Karatefélag Akraness. Aðsetur félagsins eru í Íþróttahúsinu Vesturgötu, Akranesi.

2. grein

Markmið félagsins er að stuðla að eflingu og ástundun karateíþróttarinnar og Shotokan Karate.

3. grein

Félagsmaður getur hver sá orðið, sem hlýtur samþykki stjórnar félagsins.

4. grein

Félagsgjald og æfingagjöld skulu ákveðin á aðalfundi ár hvert.

5. grein

Greiði félagsmaður ekki æfingagjöld hefur hann hvorki leyfi til að þreyta gráðun né keppa fyrir hönd félagsins.

6. grein

Stjórn félagsins skipa fimm aðalmenn. Stjórnin skal kosin á aðalfundi félagsins. Formann skal kjósa sérstaklega og skipa gjaldkera. Til aðalfundar skal boða með tilkynningu á heimasíðu félagsins og á samfélagsmiðlum með minnst tveggja vikna fyrirvara. Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað.

Á aðalfundi skal taka mál fyrir í þeirri röð sem hér segir:

1. Skýrsla stjórnar.
2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
3. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
4. Lagðar fram tillögur að breytingum laga og reglugerða félagsins, ef um er að ræða.
5. Kosning stjórnar.
6. Önnur mál.

Tillögur um lagabreytingar skal leggja fyrir stjórn minnst viku fyrir aðalfund og skal stjórn jafnharðan kynna fyrirliggjandi breytingartillögur fyrir félagsmönnum.
Einfaldur meirihluti ræður úrslitum allra mála nema lagabreytinga. Tvo þriðju hluta atkvæða þarf til að breyta lögum.

7. grein

Stjórninni ber að gæta hagsmuna félagsins í öllum greinum. Hún hefur umráð yfir eignum þess og boðar til funda. Þó getur hún ekki gert meiriháttar breytingar á eignastöðu félagsins nema kynna slíkar breytingar fyrir félagsmönnum.
Stjórnin getur enga fullnaðarákvörðun tekið, nema þrír stjórnarmenn séu henni fylgjandi.
Stjórnin getur vikið mönnum úr félaginu álíti hún framkomu þeirra félaginu til vansa. Þó getur viðkomandi óskað þess að málið verið tekið fyrir á stjórnarfundi. Á milli aðalfunda sér stjórn um starfsemi félagsins. Í því felst m.a. að skipuleggja starf félagsins, skipa starfsnefndir hennar og hafa umsjón með framkvæmd starfsins.

8. grein

Reikningar félagsins miðast við 31.desember.
(Samþykkt á aðalfundi 17.mars 2021)

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content