HVAÐ ER Í BOÐI

VALMYND

hnefaleikar

Fomaður

Bjarni Þór Benediktsson

Gjaldkeri

Birna Árnadóttir

Ritari

Ísold Ylfa Magnúsdóttir

Varaformaður

Þorbjörg Gunnlaugsdóttir

Meðstjórnandi

Sigðurður Þorsteinn Guðmundsson

Hnefaleikafélag Akraness

Stofnað: 28. febrúar 2008

Kennitala félagsins: 430408-0540

Netfang félagsins: hnefak@gmail.com

Stofnendur

Bjarki Jóhannesson

Örnólfur Stefán Þorleifsson

Þorleifur Rúnar Örnólfsson​

Sigurður Bjarnason

Grímur Árnórsson

Tilgangur félagsins er að kenna og iðka ólympíska hnefaleika og gæta hagsmuna félagsmanna. Félagið leggur áherslu á að félagsmenn keppi eftir þeim reglum sem gilda hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands og Alþjóða hnefaleikasambandinu AIBA um ólympíska hnefaleika hverju sinni.

Keppnisbúningur félagsins: Svartir og gulir hlýrabolir og gular stuttbuxur. Bæði hlýrablolirnir og stuttbuxurnar skulu merkt Hnefaleikafélagi Akraness og ÍA.

Æfingabúningur félagsins: Svartir með gulum merkingum Hnefaleikafélags Akraness, íA og merki styrktaraðila hverju sinni.

Æfingar félagsins fara fram í aðstöðu þess í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu

1. grein

Félagið heitir Hnefaleikafélag Akraness. Heimili þess og varnarþing er á Akranesi.

2. grein.

Tilgangur félagsins er að kenna og iðka ólympíska hnefaleika og gæta hagsmuna félagsmanna. Félagið leggur áherslu á að félagsmenn keppi eftir þeim reglum sem gilda hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands hverju sinni.

3. grein

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að efla samvinnu innan greinarinnar, auka fræðslu og kynningu á íþróttinni.

4. grein

Félagsmenn teljast allir þeir er hafa greitt 3 mánaðar æfingargjöld til Hnefaleikafélags Akraness á síðustu 12 mánuðum.

5. grein

Stjórn félagsins er kjörin á aðalfundi. Stjórn skipa fimm einstaklingar; formaður, varaformaður, gjaldkeri og ritari ásamt meðstjórnanda. Stjórnin er kosin á aðalfundi til eins árs í senn og skiptir með sér verkum. Allir félagsmenn eru kjörgengir við kosningu stjórnar.

6. grein

Aðalfundur fer með æðsta vald félagsins. Hann skal halda fyrir 15 apríl ár hvert og til hans boðað með minnst 14 daga fyrirvara. Boðað skal til aðalfundar bréflega, með tölvupósti eða á annan gjaldgengan hátt.  Málefni sem félagar óska eftir að tekin verði fyrir á aðalfundinum skulu hafa borist stjórn minnst 7 dögum (viku) fyrir aðalfund. Aðalfundur kýs félaginu stjórn, samþykkir reikninga og kýs einn endurskoðanda. Dagskrá fundarins skal vera:

1. Skýrsla formanns

2. Skýrsla gjaldkera og endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar

3. Umræða um skýrslu formanns og gjaldkera

4. Kosning stjórnar og endurskoðanda

5. Lagabreytingar

6. Önnur mál.

Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.

7. grein

Formaður er aðalforsvarsmaður félagsins. Hann kallar saman stjórnarfundi sem skulu haldnir eins oft og þurfa þykir og stjórnar þeim. Stjórn auglýsir félagsfundi og skipar fundarstjóra. Stjórnin skal gæta þess að lögum og reglum félagsins sé hlýtt og hafa vakandi áhuga fyrir öllu því sem verða má félaginu til heilla.

8. grein

Stjórn boðar til félagsfunda svo oft sem þurfa þykir. Stjórninni ber að boða til aukafundar ef minnst 5 félagsmenn óska þess skriflega og skal hann haldinn innan 14 daga. Dagskrá fundarins skal tilkynna í fundarboði. Meirihluti mættra félagsmanna ræður á löglega boðuðum félagsfundum.

9. grein.

Atkvæðagreiðsla um mál skal vera skrifleg ef einn fundarmanna óskar þess.

10.grein

Reikningstímabil félagsins er almanaksárið.

11. grein

Fjármögnun félagsins fellst í æfingagjöldum og þeim styrkjum sem veitast félaginu.

12. grein

Rekstarafgangi/hagnaði félagsins skal varið í samræmi við tilgang Hnefaleikafélags Akraness.

13. grein

Félagsmaður sem gengur úr félaginu á enga körfu á hendur því um endurgreiðslu á greiddum æfingargjöldum né eignarhluta í eigum félagsins.

14. grein

Félaginu verður ekki slitið nema 2/3 félagsmanna samþykki það á aðalfundi í löglegri atkvæðagreiðslu, enda hafi þess verið getið í fundarboði að fyrir lægi tillaga um félagsslit.

15. grein

Ef um eignir er að ræða við slit félagsins skal greiddar upp allar skuldir sem félagið hefur stofnað til og ef um umfram eignir er að ræða eftir greiðslu allra skulda skal stofnaður sjóður um þær eignir sem eftir eru. Höfuðstóll sjóðsins má aldrei skerða en ársvaxta hans skal varið til styrktar Ólympískra hnefaleika. Sjóðurinn skal vera í umsjá Íþróttabandalags Akraness (ÍA).

16. grein

Lögum þessum verður ekki breytt nema með 3/5 hlutum greiddra atkvæða á aðalfundi. Skulu tillögur um lagabreytingar hafa borist stjórn félagsins eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund. Lög þessi öðlast þegar gildi.

Akranesi  þann 28. Febrúar 2008.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content