ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Fjörkálfamót í Smáranum 13. apríl

Fjörkálfamót í Smáranum 13. apríl

04/04/19

fjörkálfamót

Karatekrökkum frá Karatefélagi Akraness býðst að taka þátt Fjörkálfamóti í Kata sem karatefélög Þórshamars og Breiðabliks standa fyrir laugardaginn 13. apríl næstkomandi. Mótið er fyrir keppendur sem eru fæddir árið 2008 og yngri. Mótið er æfingamót. Á Faebook-síðu viðburðarins segir að mótið sé tilvalið tækifæri fyrir krakkana að kynnast kata-keppni í öruggu og uppbyggilegu umhverfi. Allir keppendur fá þátttökuverðlaun og keppa fleiri en eina viðureign. Mótið er kjörið tækifæri fyrir þátttakendur að æfa kata undir gráðun.

Mótið fer fram í Smáranum í Kópavogi. Að lokinni keppni verður haldin páskagleði með pítsum og páskaeggjum.
Mótsgjöld eru 1500 krónur á hvert barn og greiðast frá hverju félagi fyrir sig. Þau standa straum af kostnaði við verðlaun og veitingar.

Karatefélag Akraness mun standa straum af kostnaði við þátttöku á mótinu. Skilyrði fyrir þátttöku er því að skráningargjöld hafi verið greidd í félagið fyrir önnina á skráningarvef NORA. Einnig brýnum við fyrir foreldrum og forráðamönnum að skrá ekki börnin til þáttöku nema öruggt sé að þau taki þátt, þar sem greiða þarf fyrir börn sem hafa verið skráð. Skráningarfrestur er til 8. apríl.

Í þessu skjali skráir þú þinn iðkanda til leiks í skemmtilegu Fjörkálfamóti!

Áætluð dagskrá

Árgangar 2010 og yngri
12:30 mæting
13:00-15:00 mót
15:00-16:00 páskafjör

Árgangar 2008 og 2009
15:30 mæting
16:00-18:00 mót
18:00-19:00 páskafjör

Edit Content
Edit Content
Edit Content