Þing ÍA var haldið 25.apríl s.l.

Ársþing ÍA var haldið 25. Apríl síðast liðinn í Tónbergi sal Tónlistarskólans. Þing ÍA hafa verið haldin í þessum sal síðustu ár og er mikil ánægja stjórnar ÍA með þennan sal. Þingið gekk vel að mati stjórnar ÍA, þó svo að nokkur atriði fyrir þing hafi ekki alveg gengið upp eins og áætlanir gerðu ráðfyrir […]

Hjólað í vinnuna, störtum kl. 17 við Brekkubæjarskóla

Enn á ný hefst vinnustaðakeppnin “Hjólað í vinnuna” og er þetta í tuttugasta og fyrsta sinn sem keppnin fer fram. Keppnin fer fram dagana 3. til 23. maí. Hægt að skrá sig til leiks hér: https://hjoladivinnuna.is/ Einnig er að finna áhugaverðan fróðleik og allskonar upplýsingar á þessari heimasíðu. Markmið verkefnisins er að huga að daglegri […]

Handbolta fer að ljúka

Síðustu handboltaæfingar tímabilsins verða sunnudaginn 23.apríl kl. 10 (1.-4.bekkur) kl. 11 (5.-7.bekkur). ATH æfingarnar fara fram á Jaðarsbökkum. Allir sem mæta næsta sunnudag fá glaðning frá HSÍ fyrir að taka þátt í þessari skemmtilegu handboltakynningu undanfarnar vikur. Gleðilegt sumar og við hlökkum til að sjá ykkur sem flest á sunnudag

Aðalfundur Þjóts

Aðalfundur Þjóts íþróttafélags fatlaðra verður haldinn í húsnæði HVER þriðjudaginn 28. mars nk. kl 18:00. Dagskrá fundar: Kaffiveitingar að loknum fundi. Stjórnin.

Aðalfundur Keilufélags Akraness

Aðalfundur Keilufélags Akraness verður haldinn þann 16. mars kl. 20 í aðstöðu Keilufélagsins í kjallara íþróttahúsins á Vesturgötu. Dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins Stjórnin.

Aðalfundur Skotfélags Akraness

Aðalfundur Skotfélags Akraness verður haldinn þann 28. febrúar n.k. kl. 19:30 Venjulega aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins Stjórn Skotfélags Akraness

Aðalfundur Umf. Skipaskaga

Aðalfundur Umf. Skipaskaga verður haldinn mánudaginn 27. feb. n.k. kl 17 Fundurinn verður haldinn á Jaðarsbökkum í sal 1 þar. Venjulega aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Stjórn Skipaskaga

Íþróttamaður Akraness 2022

Föstudaginn 6. janúar s.l. var tilkynnt í beinu steymi ÍATV um úrslit í kjörinu Íþróttamaður Akraness 2022 Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftinga kona var kjörin í þriðja sinn íþróttamaður Akraness. Kristín hefur stundað klassískar kraftlyftingar frá árinu 2019. Hún keppir í -84 kg opnum flokki fullorðinna og er stigahæsti Íslendingurinn í íþróttinni óháð kyni, þyngdarflokki og aldursflokki. […]

Rafíþróttir ÍA-Raf byrjar

Rafíþróttir hefjast á Akranesi í febrúar 2023 Nokkrir aðilar tóku sig saman og stofnuðu deild innan Skipaskaga fyrir Rafíþróttir undir nafninu ÍA-Raf Verið er að ganga frá leigusamningi um allan búnað og verið er að bíða eftir nákvæmri afhendingar dagsetningu, sem  gæti tekið nokkrar vikur. Í lok janúar er áætlað að allur búnaður að verði […]