Skrifstofa ÍA fer í sumarfrí til 1. ágúst

Skrifstofa ÍA er lokuð vegna sumarleyfa til 1. ágúst n.k. Ef erindið er bjög brýnt og getur alls ekki beðið má hafa samband við formann ÍA Gyðu Björk Bergþórsdóttur 845 1757. Bent er á upplýsingar um aðildarfélög á heimasíðu ÍA. Til þess að stytta leit, eru þau félög sem eru á fullu á sínu tímabili […]

Nýr framkvæmdastjóri ÍA ráðinn

Heiðar Mar Björnsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness, ÍA. Íþróttabandalag Akraness tók ákvörðun um að ráða Heiðar Mar Björnsson í starf framkvæmdastjóra og tekur hann til starfa í síðasta lagi 1. ágúst 2025. Heiðar er menntaður kvikmyndagerðarmaður með áherslu á framleiðslu kvikmynda og handritaskrif. Heiðar er Skagamaður í húð og hár og æfði […]

Aðalfundur Skotfélags Akraness

Aðalfundur Skotfélags Akraness verður haldinn þann 18. febrúar kl. 19:30 á Garðavöllum. Dagskrá fundarins eru venjubundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Félagsfólk er hvatt til þess að mæta. Stjórnin.

Sjálfboðaliði ársins hjá ÍA

Í ár var í fyrsta skiptið valinn sjálboðaliði ársins hjá ÍA og þau sem í þremur af efstu sætum voru, komu á viðburð og fengu blóm í tilefni af tilnefningu. Einn var þó valinn úr hópi þeirra þriggja sem Sjálfboðaliði ársins. Halldór Jónsson hlaut þá viðurkenningu og þar sem valinn fyrsti Sjálfboðaliði ársins hjá ÍA […]

Íþróttamanneskja Akraness 2024

Í gærkvöldi í beinu streymi  var kynnt hver það var sem hlaut nafnbótina Íþróttamanneskja Akraness árið 2024, Einar Margeir Ágústsson sundmaður varð hlutskarpastur þetta árið. Reyndar er þetta annað árið í röð sem hann hlýtur stóra Helga Dan bikarinn og var það Steini Helga Dan sem afhenti bikarinn í ár fyrir hönd fjölskyldunnar. Bikarinn sem […]

Kjör á Íþróttamanneskju Akraness – kosning hafin

Þá er komið að hinum árlega viðburði að kjósa Íþróttamanneskju Akraness fyrir árið 2024. Á síðasta þingi ÍA í apríl síðast liðnum var nafni breytt í takti við tímann og velja Skagamenn sína Íþróttamanneskju Akraness 2024 í fyrsta sinn. Úrslit verða svo tilkynnti í beinu streymi frá Garðavöllum í boði ÍATV eins og síðastliðin ár […]

HM í Sundi að hefjast og ÍA á fulltrúa þar

ÍA á einn fulltrúa á HM í Búdapest hann Einar Margeir Ágústsson Mótið hefst á morgun þriðjudaginn 10. desember og líkur þann 15. desember. Frá Íslandi eru átta á keppendur og hafa þeir ekki verið fleiri í átta ár.Á mótinu eru keppendur frá um 190 löndum. Það verða beinar útsendingar á RÚV alla dagana frá […]