Aðalfundur Skotfélags Akraness

Aðalfundur Skotfélags Akraness verður haldinn þann 18. febrúar kl. 19:30 á Garðavöllum. Dagskrá fundarins eru venjubundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Félagsfólk er hvatt til þess að mæta. Stjórnin.

Sjálfboðaliði ársins hjá ÍA

Í ár var í fyrsta skiptið valinn sjálboðaliði ársins hjá ÍA og þau sem í þremur af efstu sætum voru, komu á viðburð og fengu blóm í tilefni af tilnefningu. Einn var þó valinn úr hópi þeirra þriggja sem Sjálfboðaliði ársins. Halldór Jónsson hlaut þá viðurkenningu og þar sem valinn fyrsti Sjálfboðaliði ársins hjá ÍA […]

Íþróttamanneskja Akraness 2024

Í gærkvöldi í beinu streymi  var kynnt hver það var sem hlaut nafnbótina Íþróttamanneskja Akraness árið 2024, Einar Margeir Ágústsson sundmaður varð hlutskarpastur þetta árið. Reyndar er þetta annað árið í röð sem hann hlýtur stóra Helga Dan bikarinn og var það Steini Helga Dan sem afhenti bikarinn í ár fyrir hönd fjölskyldunnar. Bikarinn sem […]

Kjör á Íþróttamanneskju Akraness – kosning hafin

Þá er komið að hinum árlega viðburði að kjósa Íþróttamanneskju Akraness fyrir árið 2024. Á síðasta þingi ÍA í apríl síðast liðnum var nafni breytt í takti við tímann og velja Skagamenn sína Íþróttamanneskju Akraness 2024 í fyrsta sinn. Úrslit verða svo tilkynnti í beinu streymi frá Garðavöllum í boði ÍATV eins og síðastliðin ár […]

HM í Sundi að hefjast og ÍA á fulltrúa þar

ÍA á einn fulltrúa á HM í Búdapest hann Einar Margeir Ágústsson Mótið hefst á morgun þriðjudaginn 10. desember og líkur þann 15. desember. Frá Íslandi eru átta á keppendur og hafa þeir ekki verið fleiri í átta ár.Á mótinu eru keppendur frá um 190 löndum. Það verða beinar útsendingar á RÚV alla dagana frá […]

FORELDRAFRÆÐSLA: NÆRING BARNA Í ÍÞRÓTTUM

Íþróttabandalag Akraness bauð upp á fyrirlestra frá þeim systrum Grétu og Ólöfu Jónsdætrum frá 100g, um næringu barna í nóvember í fyrra 2023. Var þetta haldið í tveimur hlutum í aldurshópnum 11ára og yngri og svo fyrir 12. ára og eldri. Fyrirlestrarnir voru teknir upp af IATV, sem við erum endalaust þakklát fyrir. ÍA hefur […]

Fyrirlestur um næringu 60+

Fyrir þá sem ekki eru skráðir í Spræka Skagamenn í nóvember er aðgangseyri 1.000 kr. og er hægt er að skrá sig sérstaklega inná https://www.abler.io/shop/ia/spraekirskagamenn eða greiða með pening við komu.

Skráning hafin fyrir nóvember

Takk fyrir frábærar móttökur og skráningu, vegna fjölda og til þess að koma betur á móts við alla höfum við breytt tímum fyrir hóp 2 sem er meiri ákefð í styrk og þol. Eru kl. 11:00 mánudaga og miðvikudaga. Skráningar fyrir Spræka Skagamenn í nóvember eru hafnar inná https://www.abler.io/shop/ia/spraekirskagamenn Athugið að nú eru hópar ekki […]