Skráning í Sundskólann og ungbarnasund fyrir börn fædd 2011 – 2016

Nú er hafin skráning í Sundskólann og ungbarnasund fyrir börn fædd 2011 – 2016. Ef það má bjóða ykkur að vera með, sendið endilega tölvupóst á hildurkaren@sundfelag.com með upplýsingum um: Tímasetningu á hópnum, nafn barns, kt. barns, nafn foreldra, kt foreldra og gsm-númer. Hvert námskeið er 10 skipti. Miðvikudagar, námskeið hefst 7. september, kr. 11.000 […]

Nýtt sundtimabil byrjaði í dag með æfingu hjá krökkum fæddum 2002 og eldri. B og C hópar byrja svo mánudaginn 8 ágúst. Yngri hóparnir og sundnámskeiðin byrja í enda ágúst eða byrjun september. Við munum fljótlega setja inn nánari upplýsingar um tímasetningar áwww.ia.is og einnig opna fyrir skráningar. Ef einhverjar spurningar vakna endilega hafið samband […]

Landsmót UMFÍ 50+

Hjördís Hjartardóttir var fulltrúi Sundfélags Akraness á Landsmóti UMFÍ 50+ á Ísafirði dagana 10.-12. júní sl. Hjördís hefur verið á skriðsundsnámskeiðum hjá sundfélaginu og að auki dugleg við æfingar og ákvað því að skrá sig til keppni í 5 greinum á landsmótinu, 50m skrið, bak og bringu, 66,6m fjórsundi og 100m skriðsundi. Það er skemmst […]

Evrópumeistaramót Garpa í sundi

Tveir sundmenn frá Sundfélagi Akraness tóku þátt í Evrópumeistaramóti garpa í sundi í London dagana 25. – 29. maí 2016. Kári Geirlaugsson synti 800 metra á tímanum 13:05,07 og setti íslenskt garpamet í sínum aldursflokki sem er 65-69 ára. Einnig setti hann nýtt íslenskt garpamet í 400 metra skriðsundi á 6:18,63 sem er mikil bæting […]

Íslandsmet á AMÍ á Akranesi

Íslandsmet á AMÍ á Akranesi Í dag setti Már Gunnarsson sem syndir fyrir ÍRB í Reykjanesbæ Íslandsmet í 400m fjórsundi í flokki blindra og sjónskertra. Már, sem syndir í flokknum S12 synti á glæsilegum tíma 5.41.39 sekúndum. Þjálfari Más hjá ÍRB er Steindór Gunnarsson og landsliðsþjálfari hans er Kristín Guðmundsdóttir. Már sem er afar liðtækur […]

  Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi á Jaðarsbökkum   Helgina 24. – 26.júní verður aldursflokka meistaramót Íslands, AMÍ á Jaðarsbökkum.  Um er að ræða eitt skemmtilegasta sundmót tímabilsins og lokamót fyrir flesta sundmenn.  Keppt verður í aldursflokkum og stemningin er gríðarleg.  Við Skagamenn höldum nú mótið í þriðja sinn, síðast árið 2003.  Undirbúningur er á fullu […]

SUMARSUND  Sundnámskeið fyrir börn fædd 2006 – 2009 Dagana 22.  23. 27. 28. og 29 júní býður Sundfélag Akraness upp á sundnámskeið fyrir börn sem voru að ljúka 1. – 4. bekk 3. – 4. bekkur  09:00 – 09:45 1. – 2. bekkur 10:00 – 10:45 Hver tími er 45 mínútur og er kennt í […]

Keppnisferð til Farum í Danmörku

Föstudaginn 29. apríl fór hópur 13 sundmanna fæddum 2003 og 2004 til Danmerkur ásamt þjálfara, tveimur fararstjórum og sjö foreldrum. Keppt var á laugardegi og sunnudegi í 50m laug í Farum og stóðu sundmennirnir sig mjög vel. Bestan árangur átti Ragnheiður Karen Ólafsdóttir sem vann til bronsverðlauna í 200m bringusundi og bætti Akranesmet meyja. Mánudeginum […]

Samantekt frá IM 50 2016 – Ágúst Júlíusson Íslandsmeistari

Um helgina var haldið Íslandsmeistaramót í sundi í 50m laug. Mótið fór fram í Laugardalslaug í Reykjavík. Tíu sundmenn frá Sundfélagi Akraness höfðu tryggt sér lágmörk og tóku þátt í mótinu. Sundfélagið eignaðist einn Íslandsmeistara. Íþróttamaður Akraness frá því í fyrra, Ágúst Júlíusson, sigraði í æsispennandi viðureign í 50m flugsundi þar sem hann varð 6/100 […]

Tíu sundmenn frá ÍA keppa á Íslandsmeistaramótinu

Loksins er komið að stærsta sundmóti vorsins. Tíu sundmenn frá ÍA keppa á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 50m laug um næstu helgi. Í ár verður þetta alvöru bardagi en bestu sundmenn landsins munu  taka þátt sem hluti af undirbúningi þeirra fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016. Undanrásir hefjast kl. 10.00 alla dagana og úrslitasund  hefjast kl. 17.30 á […]