ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

13/06/16

ami2016-300x187

 

Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi á Jaðarsbökkum

 

Helgina 24. – 26.júní verður aldursflokka meistaramót Íslands, AMÍ á Jaðarsbökkum.  Um er að ræða eitt skemmtilegasta sundmót tímabilsins og lokamót fyrir flesta sundmenn.  Keppt verður í aldursflokkum og stemningin er gríðarleg.  Við Skagamenn höldum nú mótið í þriðja sinn, síðast árið 2003.  Undirbúningur er á fullu og vonumst við til að sjá marga gesti hér á Akranesi þessa helgi.  Mömmur, pabbar, afar og ömmur koma vonandi og fylgjast með spennandi keppni en mótið er bæði einstaklingskeppni og einnig liðakeppni. 

ÍA verður með 30 keppendur að þessu sinni og er langt síðan við höfum haft svo marga.  Við förum með stolti inn í mótið eftir æfingar vetrarins og margir munu örugglega vinna marga persónulega sigra. Við viljum hvetja foreldra og eldri sundmenn til að hjálpa okkur við að gera helgina sem eftirminnilegasta fyrir alla. Sérstaklega hvetjum við fyrrverandi sundmenn og foreldra þeirra  til að koma og vera með okkur og skrá sig á 1 – 2 vaktir. Það verður gaman að rifja upp góðar minningar frá gömlum AMÍ mótum.

Þá væri einnig gaman að sjá iðkendur af skriðsundsnámskeiðum Sundfélagsins og íbúa Akraness sem vilja taka þátt í gefandi starfi að skrá sig.

Smellið á linkinn hér að neðan til að velja skemmtilegar vaktir.    Ert þú búin(n) að skrá þig?

https://docs.google.com/spreadsheets/d/1GhJzmghQhbFWYgdt9xLyD-L01EZNHrpE_GQhEkz8ipA/edit?pref=2&pli=1#gid=479506387

AMÍ á Facebook

ami2016 

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content