Fyrsta skóflustungan tekin að nýrri frístundamiðstöð
Fyrsta skóflustungan var tekin að nýrri frístundamiðstöð við Garðavöll á Akranesi í dag 19. janúar, að viðstöddu fjölmenni. Golfklúbburinn Leynir og Akraneskaupstaður standa að framkvæmdinni en ný frístundamiðstöð mun hýsa félagsstarf Leynis og aðra frístundastarfsemi á vegum ÍA og Akraneskaupstaðar. Nýja frístundamiðstöðin verður rúmlega 1000 fermetrar að flatarmáli og skiptist í 700 fermetra jarðhæð og […]
Snemmbær afreksþjálfun barna – ráðstefna 25. janúar í tenglsum við RIG
Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir íþróttaráðstefnu í samstarfi við Háskólann í Reykjavík fimmtudaginn 25. janúar. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stofu V101 og hefst kl. 17. Dagskrá ráðstefnunnar má finna á þessari slóð: http://rig.is/index.php/radstefna Ráðstefnustjóri verður Ingvar Sverrisson formaður ÍBR. Skráning fer fram hér á vefsíðu ÍSÍ og er aðgangur […]
Yfirlýsing frá ÍSÍ vegna ofbeldis í tengslum við íþróttastarf
Íþróttasamaband Íslands, ÍSÍ hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) harmar mjög að einstaklingar innan vébanda þess hafi þurft að þola ofbeldi í tengslum við íþróttastarf. ÍSÍ fordæmir með öllu allt ofbeldi í starfsemi íþróttahreyfingarinnar enda er slík hegðun óásættanleg og ólíðandi. Umræðan sem fram hefur farið um allan heim undir […]
Myndband af íþróttamanni Akraness 2017
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, er íþróttamaður Akraness 2017. Á kjöri íþróttamanns ársins 2017 var sýnt stutt myndband af Valdísi Þóru og er það nú komið á myndbandasíðu ÍA.
ÍA TV með nýja heimasíðu
ÍA TV hefur komið sér upp nýrri heimasíðu til að einfalda aðgengi að beinum útsendingum og eldra efni. Hægt er að sjá nýju síðuna hér https://iasjonvarp.wixsite.com/iatv en hún er einnig aðgengileg af forsíðu ia.is Aðildarfélög ÍA eru hvött til þess að nýta sér búnaðinn vegna viðburða á þeirra vegum
Valdís Þóra er íþróttamaður Akraness í sjötta sinn
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins á Akranesi 2017 og er þetta annað árið í röð sem hún hlýtur titilinn. Einar Örn Guðnason kraftlyftingamaður varð annar í þessu kjöri núna og hestaíþróttamaðurinn Jakob Svavar Sigurðarson varð þriðji.
Þrettándagleði og Íþróttamaður Akraness
Hin árlega þrettándabrenna verður haldin laugardaginn 6. janúar næstkomandi við „þyrlupallinn“ á Jaðarsbökkum. Blysför hefst við Þorpið að Þjóðbraut 13 kl. 17:00. Álfar, tröll og jólasveinar munu leiða gönguna að brennunni þar sem jólin verða kvödd. Að venju er það Björgunarfélag Akraness sem sér um brennuna og flugeldasýningu sem hefst um kl. 17.30. Að því loknu býður Íþróttabandalag Akraness […]
Íþróttamaður ársins 2017: Valdís Þóra endaði í 9. sæti
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, endaði í 9 sæti í kjöri íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins 2017. Glæsilegur árangur hjá henni á þessu frábæra íþróttaári Íslendinga. Meðfylgjandi er skemmtilega grein frá skagafrettir.is þar sem m.a. er farið yfir árangur Skagamanna í þessu kjöri í gegnum tíðina. Íþróttamaður ársins 2017: Valdís Þóra endaði í 9. […]
Gleðileg jól
Framkvæmdastjórn Íþróttabandalags Akraness óskar aðildarfélögum, iðkendum og Akurnesingum öllum gleðilegra jóla og þakkar samstarf og stuðning á árinu. Megi nýtt ár vera okkur gæfuríkt.
Klifurfélag ÍA óskar Skagamönnum gleðilegrar hátíðar
Klifurfélag ÍA óskar Skagamönnum gleðilegrar hátíðar. Einnig þökkum við öllum klifrurum fyrir skemmtilega önn og vonumst til að sjá sem flesta aftur á næsta ári. Skráning fyrir næstu önn verður auglýst innan skamms en þau sem æfðu á síðustu önn hafa forgang og verður tryggt pláss. Jólakveðjur frá Klifurfélagi ÍA