Ísland á iði og klefinn.is

Ísland á iði í 28 daga – 30 mínútur á dag er síða á vegum ÍSÍ þar sem settar verða inn áskoranir á fjölbreytta hreyfingu, fróðleik, myndir, myndbönd og almenna skemmtun sem mun nýtast okkur öllum þær 4 vikur sem samkomubannið er við líði. Það er svo margt sem við getum gert sjálf og mikilvægt […]

Breytingar á þrekstarfsemi

Á meðan samkomubann varir verður þrekaðstaða ÍA opin, þangað til annað verður ákveðið. Þær breytingar verða þó að: Búningsklefar verða lokaðir Iðkendur skulu halda a.m.k. tveggja metra fjarlægð í næsta einstakling Iðkendur skulu þrífa búnað með spritti fyrir og eftir notkun Hóp- og einkatímaþjálfarar bera ábyrgð á að þeirra starfsemi uppfylli þessi skilyrði  

Upplýsingar um íþróttamannvirki í samgöngubanni

Breytingar verða á aðgengi að ýmsum íþróttamannvirkjum á Akranesi á meðan á samkomubanni stendur. Sundlaugar: Sundlaugar verða opnar en þó með þeim takmörkunum að einungis sex einstaklingar geta verið samtímis í búningsklefum og tveir metrar skulu vera milli einstaklinga í sundlauginni/pottum. Sundlaugarklefar verða eingöngu fyrir gesti sundlaugar. Akraneshöll: Akraneshöll verður lokuð almenningi og einungis opinn […]

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ

Það er búið að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Hér er slóðin: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSc949LkvZ5I77A7nIYEbJfBIMc2YgDaes51uFADhFCDzPim_Q/viewform Umsóknarfrestur er til 1.apríl 2020.

Tikynning frá fundi ÍA og aðildarfélaga varðandi viðbrögð við samkomubanni

Til að gæta ýtrustu varkárni og til að fara að tilmælum stjórnvalda og íþróttaforystu í landinu munu allar íþróttaæfingar aðildarfélaga ÍA falla niður hjá börnum á leik- og grunnskólaaldri á Akranesi fram til 23. mars, í samræmi við tilmæli frá ÍSÍ og UMFÍ.  Á meðan verður unnið að nýjum útfærslum fyrir þennan aldurshóp með það […]

Ráðgjöf í íþróttasálfræði frestað tímabundið

Í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi vegna Covid-19 hefur Guðrún Carstensdóttir ákveðið að fresta viðtölum í ráðgjöfinni tímabundið.  Þetta er gert til að gæta allrar varúðar enda er Guðrún í starfsnámi á Landspítalanum. Þegar ráðgjöf hefst að nýju verður sendur út tölvupóstur þess efnis.    

Viðbrögð vegna fyrirhugaðs samkomubanns

Í kjölfar samkomubanns sem gildir tekur á miðnætti 15. mars næstkomandi  (aðfaranótt mánudags) og á að vara í mánuð er ljóst að endurskoða þarf og takmarka starfsemi á vegum aðildarfélaga ÍA. Í samstarfi við Akraneskaupstað er unnið að sameiginlegum leiðbein­ingum um íþrótt­a- og skólastarf barna á Akranesi. Allir aðilar eru að feta alveg nýjar slóðir, […]

Landsmót 50+ í Borgarnesi 19.-22. júní

Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið hefur farið fram árlega síðan 2011 og er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í eitthvert íþróttafélag, allir geta tekið […]