Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið hefur farið fram árlega síðan 2011 og er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri.
Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í eitthvert íþróttafélag, allir geta tekið þátt og á sínum forsendum. Þátttökugjald er 4.900kr.
UMFÍ heldur mótið með Ungmennasambandi Borgarfjarðar (UMSB) og Sveitarfélaginu Borgarbyggð.
Facebook viðburður mótsins https://www.facebook.com/events/182115189730795/
Takið dagana frá fyrir frábæra skemmtun með góðu fólki!