Íþróttamaður Akraness 2023 Tilnefningar
Þann 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á Íþróttamanni Akraness árið 2023. Kjör Íþróttamanns Akraness verður áfram með sama sniði og seinast en streymt verður í gegnum ÍATV frá Garðavöllum í kjölfar flugeldasýningarinnar. Opnað hefur verið fyrir kosningu HÉR í þjónustugátt Akraneskaupstaðar og er kosningin opin frá 28. desember til og með 4. janúar. […]
Aðalfundur HAK verður haldinn 11. mars 2020
Aðalfundur HAK verður haldinn þann 11.mars 2020 í Hátíðarsalnum á jaðarsbökkum og er fólki sem hefur áhuga á framgangi félagsins velkomið að mæta. Þeir sem hafa áhuga að hafa áhrif á framtíð félagsins geta boðið sig fram í stjórn. Áhugasamir hafa samband við formann félagsins á oliver@ia.is
Ný æfingatafla Hnefaleika á vorönn 2020
Komin er ný æfingatafla fyrir hnefaleika fyrir vorönnina 2020. Vonumst til að sjá sem flesta! Klukkan Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur 16:30 – 17:30 Krakkahópur Unglingahópur Krakkahópur Unglingahópur Krakkahópur 17:00 – 17:30 Krakkahópur Unglingahópur Krakkahópur Unglingahópur Krakkahópur 17:30 – 18:00 Unglingahópur Unglingahópur Unglingahópur 18:00 – 19:00 Byrjenda/Keppnis Byrjenda/Keppnis Keppnishópur Byrjenda/Keppnis Unglingahópur 19:00 – 20:00 […]
Aðalfundur Hnefaleikafélags Akraness
Aðalfundur Hnefaleikafélags Akraness verður haldinn í fundaraðstöðu ÍA í Íþróttahúsinu við Vesturgötu þann 14. mars kl. 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf.
Boðið að æfa með Mayweather
Skagamanninum og boxaranum Arnóri Má Grímssyni var boðið að æfa með Floyd Mayweather til að aðstoða hann í undirbúningnum fyrir bardagann gegn Conor McGregor. Arnór þurfti að afþakka boðinu en getur vel ímyndað sér að það sé ekki þægilegt að vera sleginn af Floyd. Nánar á heimasíðu MMA frétta http://mmafrettir.is/arnori-var-bodid-ad-aefa-med-floyd-fyrir-bardagann-gegn-conor/
Hnefaleikamenn í keppnisferð í Danmörku
Frétt af skagafrettir.is „Þetta var skemmtilegur bardagi og mikil reynsla sem ég fékk út úr þessu,“ segir Bjarni Þór Benediktsson hnefaleikakappi frá Akranesi sem keppti á móti í Danmörku í olympískum hnefaleikum um s.l. helgi. „Ég mætti mjög sterkum keppenda frá Svíþjóð í bardaganum og ég lærði mikið af þeim bardaga. Hann var mun sterkari, […]
Íslandsmeistari ungmenna í hnefaleikum
Hnefaleikafélag Akraness/ÍA hefur eignast nýjan Íslandsmeistara í ólympískum hnefaleikum. Bjarni Þór Benediktsson frá Hnefaleikafélagi Akraness kom, sá og sigraði andstæðing sinn Sólon Ísfeld frá hnefalekafélaginu Æsi í -64kg flokki ungmenna. Viðureignin var mjög spennandi og tæknileg enda fengu þeir félagar sérstaka viðurkenningu að loknu móti fyrir tæknilegustu viðureign kvöldsins. Mjótt var á munum undir lokin […]
Íslandsmeistaramótið í hnefaleikum
Dagana 23.-26. febrúar 2017 mun Hnefaleikasamband Íslands standa fyrir Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum og mun Bjarni Þór Benediktsson keppa í U17 64kg flokki fyrir hönd HAK/ÍA. Dagskráin er sem segir: Fimmtudagur 23. febrúar kl.19:30 – Fyrri undanviðureignir Staðsetning: HFH, Dalshrauni 10, Hafnarfirði Laugardagur 25. febrúar kl.15:00 – Seinni undanviðureignir Staðsetning: Mjölniskastalinn, Flugvallarvegur 3-3a, Rvk Sunnudagur 26. […]
Aðalfundur HAK 9. mars
Stjórn Hnefaleikafélags Akraness boðar til aðalfundar miðvikudagskvöldið 9.mars n.k kl.20:30 í aðstöðu okkar í kjallaranum í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Farið verður yfir efnahagsreikning 2015, ársskýrslu og ýmis fleiri málefni. Þar á meðal verða nýjir meðlimir kosnir inn í stjórn, rætt um uppbyggingu félagsins á komandi ári o.fl. Vonumst til að sjá sem flesta. Stjórn HAK.
Allar æfingar mánudaginn 7.des falla niður vegna veðurs
Allar æfingar HAK munu falla niður vegna veðurs mánudaginn 7.des 2015. Haldið ykkur heima og fáið ykkur heitt kakó. Bestu kveðjur, stjórnin