Sameiginlegur reiðtúr laugardaginn 3. maí kl 15
Dreyrafélagar!Við ætlum að skella okkur í saman í reiðtúr á morgun, laugardaginn 3. maí.! Gaman að hrista aðeins saman hópinn fyrir grillveislu og skemmtun kvöldsins 🙂 (það er enn pláss í húsinu.. !) Lagt af stað klukkan 15 frá Æðarodda undir stjórn Sigga Óla og Írisar.Sjáumst með bros á vör. Skemmtinefndin.
Firmakeppni Dreyra – Styrktaraðilar
Hestamannafélagið Dreyri þakkar eftirtöldum fyrirtækjum og styrktaraðilum fyrir stuðninginn við félagið vegna firmakeppni félagsins 1. maí 2014 🙂
Firmakeppni Dreyra 1. maí – Úrslit
Firmakeppni Dreyra var haldin í blíðskapar veðri í gær þar sem sumarsólin lék sér um grundir og velli :-). Svo mikið var blíðviðrið að rykið á keppnisvellinum takmarkaði fólki sýn á stundum, en slíkt er afar fátítt á Æðarodda. Ágætis þátttaka var í keppninni, hestakostur góður og dómarar voru að þessu sinni fulltrúar framboða til […]
Reiðnámskeið í maí 2014
Reiðkennarinn og landsliðsknapinn Karen Líndal Marteinsdóttir mun verða með reiðnámskeið á Æðarodda þann 7. maí og 21. maí n.k. Lengd kennslustundar eru um 40 mín. Námskeiðið (tvö skipti) kosta 11 þús og eru þetta einkatímar. Skráning á dreyri@gmail.com Fræðslunefnd Dreyra.
Firmakeppni Dreyra 1. maí 2014
Firmakeppni Dreyra verður að venju haldinn 1. maí n.k. í Æðarodda. Keppni hefst kl: 14. Keppt verður í polla,- barna,- unglinga, – kvenna, og karlaflokki. Skráning á staðnum milli 12:30 -13:00. Minnum félagsmenn á að koma með góðgæti á kökuhlaðborðið. Sjáumst og höldum glaðan dag saman.
Sumarfagnaður Dreyra 3. maí
Laugardaginn 3. maí 2014 í Odda. Húsið opnar kl: 19:30 og borðhald hefst kl: 20. Í boði er grillað lambakjöt og með því, laufléttur sumardrykkur, fagrir tónar frá Ástu Marý Stefánsdóttur og Heiðmari Eyjólfsyni, veislustjóri, og sérstakt Gleðiband undir stjórn Heiðmars sem mun leika fyrir dansi. Verð er 3500 krónur.Ef þátttaka í gleðilátunum verður mjög […]
Glaður – Opið íþróttamót 1. maí.
Opið íþróttamót Glaðs 1. maí Glaður heldur sitt árlega opna íþróttamót á fimmtudaginn 1. maí og hefst mótið stundvíslega kl. 10:00.
Vetrarleikar 26. apríl – Brokkmót.
Laugardaginn 26. apríl verða síðustu vetrarleikar Dreyra haldnir í Æðarodda Kl 13:00 ef veður leyfir. Keppt verður í brokki (riðið eins og töltprógram ) í eftirfarandi flokkum, pollaflokkur, barnaflokkur, unglingaflokki, ungmennaflokki, 2.flokki og 1.flokki.Léttar veitingar verða á svæðinu og hvetjum við alla að mæta í góðan félagsskap! Skráning á staðnum frá kl 11:30 til 12:30.Skráningargjöld: […]
Sumdagurinn fyrsti 24. apríl n.k
Á Sumardaginn fyrsta verður að venju farið í sumardaginn-fyrsta-reiðtúr. Að þessu sinni munu nokkrir félagar frá hestamannafélaginu Sörla koma með okkur í reiðtúrinn. Við leggjum af stað kl 13:30 frá Æðarodda og tökum stefnuna að Höfða þar sem heimilsfólki verður afhent sumarblómin að venju. Ekki er líklegt að það verði hægt að fara á Langasandinn […]