ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Firmakeppni Dreyra 1. maí – Úrslit

Firmakeppni Dreyra 1. maí – Úrslit

02/05/14

#2D2D33

Firmakeppni Dreyra var haldin í blíðskapar veðri í gær þar sem sumarsólin lék sér um grundir og velli :-). Svo mikið var blíðviðrið að rykið á keppnisvellinum takmarkaði fólki sýn á stundum, en slíkt er afar fátítt á Æðarodda.

Ágætis þátttaka var í keppninni, hestakostur góður og dómarar voru að þessu sinni fulltrúar framboða til sveitarstjórnakosninga á Akranesi. Frambjóðendur frá þremur framboðum mættu til dómstarfa en það voru Ólafur Adolfsson, Jóhannes Karl Guðjónsson og Jónína Víglundsdóttir. Hestamannafélagið Dreyri kann þeim bestu þakkir fyrir komuna og góð dómstörf.

Edit Content
Edit Content
Edit Content