UNGLINGALANDSMÓT UMFÍ 1.-4. ÁGÚST

Skráning er í fullum gangi á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer í Borgarnesi um verslunarmannahelgina, 1.-4. ágúst. EITTHVAÐ FYRIR ALLA Í FJÖLSKYLDUNNI Dagskrá Unglingalandsmótsins er afar fjölbreytt. Alls eru 18 keppnisgreinar í boði auk ýmisskonar afþreyingar og skemmtunar fyrir alla fjölskylduna. Hér er að finna dagskrá keppnisgreina, afþreyingar og skemmtunar fyrir alla daga mótsins. Dagskráin […]

Íþrótta-sumarnámskeið fyrir börn og ungmenni

Nokkur íþrótta-sumarnámskeið verða í boði á vegum aðildafélaga ÍA í sumar fyrir börn og ungmenni. Körfuknattleiksfélag ÍA Skráning er hafin á Sumarkörfuboltanámskeið hjá Lucien Christofis. Um er að ræða skemmtilegt 7 daga sumarnámskeið fyrir börn í 1-10 bekk Skráning fer fram í gegnum Abler: https://www.abler.io/shop/ia/karfa Golfklúbburinn Leynir Golfklúbburinn Leynir býður upp á golfæfingar fyrir börn […]

Sprækir Skagamenn: Heilsuefling á efri árum

Nú á vordögum var tekið fyrsta skref í átt að heilsueflingu fyrir eldri íbúa á Akranesi þegar fyrsti hópur byrjaði í styrktarþjálfun á vegum Akraneskaupstaðar í samstarfi við ÍA. Styrktarþjálfunin fer fram einu sinni í viku í húsnæði Sjúkraþjálfunar Akraness undir handleiðslu íþróttafræðinga og er um tilraunaverkefni að ræða fyrst um sinn. Starfshópur um stefnumótun […]

Líf og fjör á landsmóti UMFÍ í Vogum

Það má svo sannarlega segja að það verði líf og fjör á landsmóti UMFÍ sem haldið verður í Vogum á Vatnsleysuströnd dagana 6. – 9. júní. Landsmót UMFÍ er opið öllum sem verða 50 ára á árinu og eldri. Einnig verða í boði greinar fyrir yngri þátttakendur. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í íþróttafélag, […]

RISA Fjölskyldu Zumba

Fjölmennum í RISA Zumbatíma í Bragganum Jaðarsbökkum sunnudaginn 26. maí klukkan 15:00 – 15:40. Sannkallað danspartý!💃🕺 Helena Rúnarsdóttir íþróttakennari og badminton drottning ætlar að sjá til þess að við dönsum öll í takt. Hvetjum allar fjölskyldur til að mæta í sínum litríkustu klæðum og hreyfa sig saman, hver veit nema við sláum Íslandsmet í fjölda […]

Hjólað í vinnuna

Skráning í Hjólað í vinnuna er í fullum gangi en keppnin hefst 8. maí. Það er einfalt að skrá sig til leiks með því að smella á “Innskráning” á heimasíðu http://www.hjoladivinnuna.is Hjólað í vinnuna og annað hvort stofna eða ganga í lið. Hvetjum alla til þess að taka þátt.

80. þing ÍA var haldið 18.04.

80. þing ÍA var haldið í gær fimmtudaginn 18. apríl að Garðavöllum Þingið var ágætlega sótt 70 fulltrúar áttu rétt á setu en 42 mættu, einungis vantaði fulltrúa frá einu félagi, öll önnur sendu fulltrúa þó ekki væri full setið. Fráfarandi formaður Hrönn Ríkharðsdóttir ávarpaði þingið og setti það. Þingforseti var kjörinn O. Pétur Ottesen […]

Ert þú á aldrinum 20-30 ára og hefur áhuga á Ólympíuævintýri í sumar?

Leitað er af efnilegum einstaklingum sem hafa áhuga á þátttöku á námskeiði í Ólympíu. Ert þú á aldrinum 20-30 ára með brennandi áhuga á íþróttum og hefur áhuga á að taka þátt í Ólympíuævintýri í sumar? Leitað er að tveimur einstaklingum sem náð hafa góðum árangri í íþróttum og /eða sinnt kennslu, þjálfun eða félagsstörfum […]

Viðburðaríkur mánuður hjá Fimleikafélagi ÍA

Síðastliðinn mánuður hefur heldur betur verið viðburðaríkur hjá Fimleikafélagi ÍA. Á miðvikudag s.l. fór fram úrtökuæfing fyrir A landslið Íslands í hópfimleikum. Í kjölfar var valið í úrvalshópa fyrir tímabilið en liðin stefna á keppni á Evrópumótinu í Baku í október á þessu ári. Skagakonan Guðrún Julianne Unnarsdóttir var valin í 16 manna úrvalshóp kvenna […]

RÁÐSTEFNAN: KONUR OG ÍÞRÓTTIR, FORYSTA OG FRAMTÍÐ

Í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars næstkomandi standa Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) fyrir ráðstefnunni Konur og íþróttir, forysta og framtíð. Á ráðstefnunni eru konur í fyrsta sæti. Konur í stjórnum félaga, konur í dómgæslu og konur í þjálfun. Rætt verður um helstu áskoranir sem konur í íþróttum […]