Íþróttamaður Akraness 2023 Tilnefningar
Þann 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á Íþróttamanni Akraness árið 2023. Kjör Íþróttamanns Akraness verður áfram með sama sniði og seinast en streymt verður í gegnum ÍATV frá Garðavöllum í kjölfar flugeldasýningarinnar. Opnað hefur verið fyrir kosningu HÉR í þjónustugátt Akraneskaupstaðar og er kosningin opin frá 28. desember til og með 4. janúar. […]
Badminton – Æfingatafla Haustönn’23
Æfingatafla Badmintonfélags Akraness 2022 -2023
Ný æfingatafla í badminton.
Æfingar hefjast samkvæmt nýrri æfingatöflu mánudaginn 24. ágúst. Allir sem vilja koma og prófa badminton eru velkomnir, prufutímar til 13. sept. Allir nýir iðkendur sem skrá sig í Nóra fá gefins spaða frá félaginu. Félagið býður öllum börnum fæddum 2011 að æfa gjaldfrjálst í vetur. Skráning er líka í Nóra fyrir þennan árgang. 3. flokkur […]
Engar æfingar 15. og 16. mars
Engar badmintonæfingar verða sunnudaginn 15. mars og mánudaginn 16. mars. Vegna óvissuástands sem nú ríkir vegna Covid-19 og áhrif takmarkana sem taka gildi 16. mars á íþróttastarf. Við bíðum eftir fyrirmælum/leiðbeiningum um hvernig skuli haga æfingum fyrir börn og unglinga. Þess vegna falla niður æfingar 15. og 16. mars.
Breyting á æfingatímum
Gleðilegt ár! Helena Rúnarsdóttir hefur verið ráðin þjálfari félagsins og mun hún hafa umsjón með öllum hópum félagsins og njóta aðstoðar Irenu Jónsdóttur og Brynju Pétursdóttur. Breytingar verða á æfingatöflu fyrir vorönn. Mánudagar, þriðjudagar og sunnudagar haldast óbreyttir en fimmtudagar breytast og miðvikudagar bætast við hjá 1. flokki. Æfingataflan verður svona: mánudaga – 15:10-16:10 3. […]
Breyttur æfingatími á fimmtudögum
Breyttur æfingatími hjá 3. og 2. flokki á fimmtudögum. 3. flokkur æfir kl. 15:00-16.00 2. flokkur æfir kl. 16:00-17:00 Æfingar hefjast hjá öllum hópum mánudaginn 7. janúar.
40 ára afmæli Badmintonfélags Akraness
Í tilefni af 40 ÁRA afmæli Badmintonfélags Akraness er öllum boðið að koma og þiggja veitingar með okkur í íþróttahúsinu á Vesturgötu þann 25. febrúar 2017 kl. 16:00, eftir að keppni er lokið á Landsbankamótinu. Hlökkum til að sjá ykkur öll Badmintonfélag Akraness
Aðalfundur Badmintonfélags Akraness
Aðalfundur Badmintonfélags Akraness verður haldinn 1. mars kl. 18:00 í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Venjuleg aðalfundarstörf. Þeir sem hafa áhuga á að starfa í stjórn félagsins eru beðnir um að hafa samband við stjórnina á netfangið ia.badmfelag@gmail.com. -Stjórnin
Badmintonkona Akraness 2016
Drífa Harðardóttir hefur verið valin badmintonkona Akraness 2016 og er því í kjörinu um Íþróttamann Akraness 2016. Drífa æfir og keppir í Danmörku en þegar hún spilar á Íslandi er það undir merkjum ÍA. Drífa varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik í meistaraflokki í vor, annað árið í röð. Drífa hefur orðið Íslandsmeistari 8 sinnum, alltaf fyrir […]