Upplýsingar um íþróttamannvirki í samgöngubanni

Breytingar verða á aðgengi að ýmsum íþróttamannvirkjum á Akranesi á meðan á samkomubanni stendur. Sundlaugar: Sundlaugar verða opnar en þó með þeim takmörkunum að einungis sex einstaklingar geta verið samtímis í búningsklefum og tveir metrar skulu vera milli einstaklinga í sundlauginni/pottum. Sundlaugarklefar verða eingöngu fyrir gesti sundlaugar. Akraneshöll: Akraneshöll verður lokuð almenningi og einungis opinn […]
Tikynning frá fundi ÍA og aðildarfélaga varðandi viðbrögð við samkomubanni

Til að gæta ýtrustu varkárni og til að fara að tilmælum stjórnvalda og íþróttaforystu í landinu munu allar íþróttaæfingar aðildarfélaga ÍA falla niður hjá börnum á leik- og grunnskólaaldri á Akranesi fram til 23. mars, í samræmi við tilmæli frá ÍSÍ og UMFÍ. Á meðan verður unnið að nýjum útfærslum fyrir þennan aldurshóp með það […]
Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ
Það er búið að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Hér er slóðin: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSc949LkvZ5I77A7nIYEbJfBIMc2YgDaes51uFADhFCDzPim_Q/viewform Umsóknarfrestur er til 1.apríl 2020.
Viðbrögð vegna fyrirhugaðs samkomubanns
Í kjölfar samkomubanns sem gildir tekur á miðnætti 15. mars næstkomandi (aðfaranótt mánudags) og á að vara í mánuð er ljóst að endurskoða þarf og takmarka starfsemi á vegum aðildarfélaga ÍA. Í samstarfi við Akraneskaupstað er unnið að sameiginlegum leiðbeiningum um íþrótta- og skólastarf barna á Akranesi. Allir aðilar eru að feta alveg nýjar slóðir, […]
Ráðgjöf í íþróttasálfræði frestað tímabundið
Í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi vegna Covid-19 hefur Guðrún Carstensdóttir ákveðið að fresta viðtölum í ráðgjöfinni tímabundið. Þetta er gert til að gæta allrar varúðar enda er Guðrún í starfsnámi á Landspítalanum. Þegar ráðgjöf hefst að nýju verður sendur út tölvupóstur þess efnis.
Veffréttabréf ÍSÍ
Veffréttabréf ÍSÍ er komið út. Það má nálgast það hér:
Landsmót 50+ í Borgarnesi 19.-22. júní

Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið hefur farið fram árlega síðan 2011 og er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í eitthvert íþróttafélag, allir geta tekið […]
Ráðstefna um heilsuhegðun ungra Íslendinga
Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir ráðstefnu um heilsuhegðun ungra Íslendinga og fer ráðstefnan fram fimmtudaginn 27. febrúar kl.15 – 16.30 í Bratta húsnæði HÍ við Stakkahlíð. Ráðstefnan er öllum opin. Nánari upplýsingar er að finna hér.
Aðalfundur HAK verður haldinn 11. mars 2020
Aðalfundur HAK verður haldinn þann 11.mars 2020 í Hátíðarsalnum á jaðarsbökkum og er fólki sem hefur áhuga á framgangi félagsins velkomið að mæta. Þeir sem hafa áhuga að hafa áhrif á framtíð félagsins geta boðið sig fram í stjórn. Áhugasamir hafa samband við formann félagsins á oliver@ia.is
Hátíðarsalurinn laus um fermingar
Hátíðarsalur ÍA er laus um fermingarnar á Akranesi, m.a. 22. mars og 19. apríl. Hafið endilega samband fyrir nánari upplýsingar og aðrar dagsetningar. Salurinn er hinn glæsilegasti og hentar afar vel fyrir fermingaveislur og aðra mannfagnaði. Nánari upplýsingar um hátíðarsalinn má fá með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan eða senda póst á […]