80. þing ÍA var haldið 18.04.

80. þing ÍA var haldið í gær fimmtudaginn 18. apríl að Garðavöllum Þingið var ágætlega sótt 70 fulltrúar áttu rétt á setu en 42 mættu, einungis vantaði fulltrúa frá einu félagi, öll önnur sendu fulltrúa þó ekki væri full setið. Fráfarandi formaður Hrönn Ríkharðsdóttir ávarpaði þingið og setti það. Þingforseti var kjörinn O. Pétur Ottesen […]

Aðalfundur Hnefaleikafélags Akraness

Aðalfundur Hnefaleikafélags Akraness verður haldinn þann 4. mars n.k. kl. 18:00 að Jaðarsbökkum. Dagskrá fundarins eru venjubundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta. Stjórnin.

Aðalfundur Skotfélags Akraness

Aðalfundur Skotfélagsins verður haldinn þriðjudaginn 20. febrúar n.k. Fundurinn verður haldinn í Frístundamiðstöðinni Garðavöllum kl. 19:30 Dagskrá fundarins eru venjubundin aðalfundarstörf í samræmi við lög félagsins. Stjórnin.

Vinnufundur íbúa vegna Jaðarsbakka

Íþróttabandalag Akraness vill vekja athygli á frétt og skráningasíðu Akraneskaupstaðar vegna vinnufundar íbúa þann 22. febrúar n.k. Af síðunni arkanes.is Vinnufundur með íbúum á vegum skipulags- og umhverfisráðs Akraneskaupstaðar verður haldin fimmtudaginn 22. febrúar kl. 17:00-19:00 að Garðavöllum. Markmiðið með fundinum er að fá veganesti frá íbúum inn í yfirstandandi skipulagsvinnu á Jaðarsbökkum. Fyrirhugað er að […]

Aðalfundur Keilufélags Akraness

Þann 22. febrúar n.k. kl. 20 verður aðalfundur Keilufélags Akraness haldinn í Þorpinu að Þjóðbraut 13 annari hæð. Dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Stjórnin.

Takk Sjálfboðaliðar og til hamingju með daginn

Í dag 5. desember er dagur sjálfboðliðans, án ykkar er þetta ekki hægt. Íþróttahreyfinginn er ein stærsta sjálfboðaliðahreyfing á landinu og getum við öll verið stolt af því. Það verður alltaf erfiðaðar að fá sjálboðaliða að störfum í íþróttahreyfingunni, þar eru margir að berjast um athygli einstaklinga, margt er í boði í afþreyingu og fólk […]

Frístundastædó

Frístundastrætó hóf akstur , mánudaginn 28. ágúst í samræmi við auglýsta áætlun. Rekstraraðili, Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar, hefur tekið í notkun nýja rafmagnsstrætóa. Tilgangur Frístundarstrætós að auðvelda börnum og ungmennum að komast á íþróttaæfingar og annað frístundastarf eftir að skóla lýkur á daginn. Hann gengur í 2 klukkustundir á virkum dögum. Fyrsta ferð fer af stað […]

Unglingalandsmót

Hver er þín grein? Opið er fyrir skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ til miðnættis mánudaginn 31. júlí.  Nú er aldeilis farið að styttast í Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Mótið verður afar fjölbreytt og skemmtilegt, 18 íþróttagreinar í boði og gríðarlegur fjöldi af kynningum á mörgu skemmtilegu sem ekki þarf að skrá sig í.  Mikilvægt […]