RAFRÆN FRÆÐSLUKVÖLD UM SVEFN BARNA OG UNGMENNA
Heilsueflandi samfélag Akranes býður upp á tvö rafræn fræðslukvöld um svefn barna og ungmenna, 29. október og 2. nóvember og hefst fræðslan bæði kvöldin kl. 20:00 á Zoom. Elísa Guðnadóttir sálfræðingur Sálstofunnar (www.salstofan.is) leitast við að svara algengum spurningum foreldra um svefn barna sinna. Nánari upplýsingar um þessi áhugaverðu fræðslukvöld og skráningu á þau er […]
Þreksalur er ekki opinn almenningi
Ekki hefur verið opnað fyrir almenning í Þrekmiðstöðinni á Jaðarsbökkum. Eingöngu þjálfarar með skipulagðar æfingar hafa heimild til þess að vera á afmörkuðu svæði en ekki í þreksalnum sjálfum. Þjálfarar þurfa að vinna við ströng skilyrði sóttvarna. Opnun fyrir almenning verður auglýst um leið og hægt er.
Hugum að heilsunni
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands – ÍSÍ fer nú af stað með skilaboðin #verumhraust á samfélagsmiðlum. ÍSÍ hvetur alla landsmenn til að sýna frumkvæði og sköpunargleði við að efla líkamlega og andlega heilsu sína á tímum kyrrsetu og tímabundinna takmarkana. Ótal aðferðir eru fyrir hendi, hreyfingu má stunda á hinum ýmsu stöðum og í margvíslegri mynd, […]
Varað við netglæpum sem herjar á Íþróttahreyfinguna
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við auknum fjölda netglæpa gagnvart íþróttahreyfingunni. Nú þegar hafa nokkur íþróttafélög í landinu orðið fyrir barðinu á svindli sem þessu og tapað talsverðu fé. Lögreglan mælir með því að fólk í íþróttahreyfingunni fylgi svikapóstum ávallt eftir og tilraunum til þeirra. Besta ráðið til að uppræta svikin er að tilkynna þau til […]
Ekki gleyma að hreyfa sig !
Á þeim tímum sem fólk er hvatt til þess að halda sig heima og ekki fara víða, má ekki gleyma að hreyfa sig. Facebooksíðan “Ísland á iði” er með flottar hugmyndir að hreyfingu sem ekki þarfnast mikils útbúnaðar. ÍA hvetur fólk til þess að fara varlega og gæta að persónubundnum sóttvörnum, en á sama tíma […]
Hertar aðgerðir sóttvarna – Lokun þreksala á Jaðarsbökkum
Enn á ný þarf að loka þreksölum á Jaðarsbökkum í þetta sinn vegna hertrar aðgerða stjórnvalda. Eins og segir í minnisblaði sóttvarnarlæknis sem ráðherra hefur staðfest í megin dráttum eiga líkamsræktarstöðvar að vera lokaðar. https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Minnisbla%c3%b0%20s%c3%b3ttvarnal%c3%a6knis-%20r%c3%adkisstj%c3%b3rn%203.%20okt.pdf Vonum að þetta verði bara í þessar tvær vikur. Íþróttabandalag Akranes
Breyting á kortum vegna lokunar
Hægt verður að framlengja þau kort sem í gildi eru um eina viku, vegna lokunar sem var í september á þreksölum. Þessa breytingu er hægt að gera til 7. október ekki eftir það. Íþróttabandalag Akranes
Þreksalir á Jaðarsbökkum opna aftur á morgun 28.09.2020
Okkur til mikillar ánægju getum við opnað aftur á Jaðarsbökkum á morgun mánudag 28. september kl. 6 Við viljum minna alla á sína eigin ábyrgði í sóttvörnum. Að spritta fyrir og eftir notkun á öllum búnaði og halda fjarlægð eins og hægt er. Sótthreinisbúnaður er á staðnum, en koma þarf með sína eigin hanska og […]
Íþróttabærinn Akranes er samfélagslega ábyrgur.
ÍA vill þakka öllum þeim fjölda sem brást vel við þeirri ósk að láta vita af sér vegna COVID smits sem kom upp í þreksalnum á Jaðarsbökkum. Það er aðdáunarvert hvað þeir í þreksöum umrædda daga brugðust fljótt við fréttum af smiti. Höfðu sambandi við skrifstofu ÍA eins og beðið var um og tóku öllum […]
Þreksalir Jaðarsbökkum
Ákveðið hefur verið að hafa salina lokaða til 27. september í það minnsta. Ákvörðun um framhaldið verður tekin þegar niðurstöður liggja fyrir úr skimunum vikunar. Áfram ÍA og Áfram Akranes