Útkall – Breyttur tími

Vinnudagur á morgun laugardag á skotsvæðinu. Byrjum kl 10 11 og gott væri að þeir sem geta taki með sér malarhrífu, skóflu eða hjólbörur. Endilega láta Stebba vita ef þið komist 860-0066

Haglaskotin uppseld

Viðtökurnar við æfingaskotunum sem við útveguðum á kostnaðarverði voru framar vonum. Öll 10.000 skotin seld

Páskaeggjaleit á fimmtudaginn

Á morgun, fimmtudaginn 10.apríl, verður páskaeggjaleit í staðinn fyrir æfingu. Byrjendur og framhaldshópur barna mæta öll kl 17:00 upp í íþróttahúsið á Vesturgötu klædd í útiföt. Við setjum upp ratleik sem endar á því að allir fá lítið páskaegg.Eftir þessa æfingu byrjar páskafrí en æfingar hefjast aftur þann 22.apríl.

Haglaskotin að koma

Nú er síðasti sjens að panta skeetskot fyrir æfingarnar framundan. Verða til afhendingar eftir næstu helgi. Senda pantanir á jon.s.ola@internet.is. Verðið verður 6500 pr kassa ( 250 skot ) út þessa viku. 8,000 eftir það.

Æfing fellur niður

Æfing á föstudaginn 4.apríl fellur niður vegna æfingabúða hjá Richard Amos yfir helgina.Við vonumst til að sjá sem flesta þar í staðinn. https://www.facebook.com/events/1443826199182616/?ref_dashboard_filter=upcoming

Vinna á skotsvæðinu

Vinna á skotsvæðinu hefst kl. 17:30 í dag og næstu daga. Þeir sem ætla að mæta endilega láta Stebba Örlygs vita í síma 860 0066

Vinnuvika á skotsvæðinu.

Í nærstu viku er meiningin að safna liði til vinnu á skotsvæðinu. Gert er ráð fyrir að byrja kl. 17 alla daga vikunnar þ.e. ef veður verður ekki kolvitlaust. Stebbi Örlygs stýrir verki. Aðallega smíðavinna a.m.k. til að byrja með. Endilega mæta og taka til hendinni.

Pizza og mynd

Næstkomandi fimmtudag 27. mars verður video kvöld á Jaðarsbökkum kl 18:00. Pöntuð verður pitsa einnig. Kostnaður er fyrir barn 600 kr. Gott væri að fá skilaboð á facebook um hvort ykkar barn mætir. Þau börn sem eru á æfingu verður skutlað á staðinn.

Aðalfundur

Aðalfundur Hnefaleikafélag Akraness verður haldinn fimmtudaginn 27.mars n.k að Vesturgötu 161 kl.20:30. Öllum þeim sem teljast meðlimir í HAK er velkomið að mæta og sitja fundinn. Meðlimir eru þeir sem hafa greitt æfingagjöld fyrir önnina. Einnig meiga foreldrar yngri iðkenda mæta.