1.grein
Félagið heitir ÞJÓTUR og er íþróttafélag fatlaðra á Akranesi. Félagið er staðsett á Akranesi. Félagið er aðili að Íþróttabandalagi Akraness, Í.F. og Í.S.Í. og því háð lögum, reglum og samþykktum íþróttahreyfingarinnar.
2.grein
Markmið félagsins er að glæða áhuga á íþróttastarfi fatlaðra, jafnframt því að vinna að betri aðstöðu þeirra.
3. grein
Félagsmaður getur hver sá orðið sem hefur áhuga á íþróttum fatlaðra.
4. grein
Árgjald félagsins skal ákveða á aðalfundi félagsins ár hvert.
5. grein
Greiði félagsmaður ekki félagsgjald í 2 ár samfleytt, ber að setja hann á skrá yfir óhlutgenga félaga, er ekki hafa leyfi til að keppa fyrir hönd félagsins, hafa ekki aðkvæðisrétt á fundum félagsins og séu ekki kjörgengir í stjórn eða nefndir.
6. grein
Stjórn félagsins skipa 5 menn: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi.(formaður mótanefndar). Stjórnin skal kosin skriflega á aðalfundi þannig:
Formaður til eins árs, aðrir stjórnarmenn til tveggja ára. Ennfremur skal kjósa tvo varamenn í stjórn og tvo endurskoðendur. Stjórnin skipti sjálf með sér verkum að öðru leyti.
7. grein
Stjórninni ber að gæta hagsmuna félagsins í öllum geinum. Hún hefur umráð yfir eignum þess og boðar til funda. Stjórnin getur enga fullnaðarákvörðun tekið, nema þrír stjórnarmenn séu henni fylgjandi.