Leikdagur á Norðurálsvelli

Í kvöld, kl. 18:00, tekur meistaraflokkur kvenna á móti Þrótti í 1. deildinni. Skagastúlkur sitja fyrir leikinn í 6. sæti

Opna Samhentir og Vörumerking – FRESTAÐ

Opna Samhentir og Vörumerking, styrktarmóti fyrir afreksstarf GL hefur verið frestað vegna leiðinda veðurspár og lítillar þátttöku.
Nýr tími fyrir mótið verður tilkynntur síðar.

Boðið að æfa með Mayweather

Skagamanninum og boxaranum Arnóri Má Grímssyni var boðið að æfa með Floyd Mayweather til að aðstoða hann í undirbúningnum fyrir bardagann gegn Conor McGregor. Arnór þurfti að afþakka boðinu en getur vel ímyndað sér að það sé ekki þægilegt að vera sleginn af Floyd.   Nánar á heimasíðu MMA frétta http://mmafrettir.is/arnori-var-bodid-ad-aefa-med-floyd-fyrir-bardagann-gegn-conor/  

Norðurálsmót Dreyra 2017 – Úrslit

Hið árlega íþróttamót hestamannafélagsins Dreyra, Norðurálsmótið, var haldið á félagssvæði Dreyra á Æðarodda við Akranes 19. og 20. ágúst 2017. Mótið var haldið í sól og fallegri ágústblíðu. Fjöldi skráninga var um 160 . Mótstjóri var Belinda Ottósdóttir og yfirdómari var Logi Laxdal. Keppnisvöllurinn sem lokið var við í fyrra reyndist frábærlega og mál manna […]

Skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna í september og október 2017

Sundfélag Akraness býður uppá skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna í september og október. Á námskeiðinu verður farið í grunnatriði skriðsundsins, flot, öndun, líkamslegu, handatök og fótatök.   Kennari: Guðrun Carstensdóttir Áhersla verður lögð á: · Flot og líkamslegu í vatninu · Öndun til hliðar · Samræmingu handa- og fótataka Kennslustundir eru tíu og er hver tími 40 […]

Opnað hefur verið fyrir skráningar í Nora v/sundæfinga Haust 2017 (Fædd 2011 og fyrr. )

Opnað hefur verið fyrir skráningar í Nora (https://ia.felog.is/)v/sundæfinga Haust 2017 (Fædd 2011 og fyrr. )   10 skipta námskeið fyrir 0 – 7 ára verður auglýst seinna í þessari viku. http://ia.is/almennt-um-ia/idkendasida-ia/ Börn fædd 2011 :    (æfingar byrja 12. september) Kópar, verð 26.500, Þjálfari: Sigurður Sigurðsson ( Siggi Skó ) Tveir hópar eru í boði […]

HB Granda mótaröðin – úrslit

HB Granda mótaröðinni lauk síðastliðinn miðvikudag með úrslitakeppni efstu kylfinga skv.mótsskilmálum en mótaröðin var 6 hringir og töldu 3 bestu til að komast inn í úrslitakeppnina.
Úrslitakeppni
Punktakeppni með forgjöf
Karlar
1.sæti Reynir Þorsteinsson, 37 punktar
2.sæti Kristinn Jóhann Hjartarsson, 36 punktar
3.sæti Hafsteinn Víðir Gunnarsson, 35 punktar
Konur
1.sæti María Sigurbjörnsdóttir, 30 punktar
Úrslit úr hverju og einu móti
12.júlí, Viktor Elvar Viktorsson, 35 punktar
19.júlí, Kristinn Jóhann Hjartarson, 41 punktur
26.júlí, María Sigurbjörnsdóttir, 39 punktar
2.ágúst, Rafnkell Kristján Guttormsson, 41 punktur
9.ágúst, Hallgrímur Þ Rögnvaldsson, 38 punktar
16.ágúst, Bjarki Georgsson, 38 punktar
Golfklúbburinn Leynir óskar vinningshöfum til hamingju og þakkar kylfingum fyrir góða þátttöku og stuðning við starf klúbbsins sem og HB Granda fyrir góðan stuðning við mótið. Vinningshafar geta sótt vinninga á skrifstofu GL.