Við minnum á vorhreinsunina í dag. Helstu atriðin að hafa í huga eru:
- Byrjum kl. 17:00 við Íþróttahúsið Vesturgötu og Íþróttamiðstöðina Jaðarsbökkum
- Verið í gulum vestum eða áberandi klædd og gott að vera með ÍA húfu
- Við afhendum poka í boði Gámaþjónustu Vesturlands og ekki þarf að flokka, bara plokka
- Einnota hanskar fyrir þá sem vilja – best að vera með margnota
- Plokkum til kl. 18:30
- Best að koma rusli í gáma en ef það er ekki hægt þá á að safna þeim í hrúgur og senda upplýsingar um staðsetningu þeirra á ia@ia.is
- Hér má sjá hvar hverfisgámarnir verða staðsettir.
- Hér má sjá svæðaskiptinguna
- Kaffi, kakó og kleinur að plokkun lokinni á Vesturgötunni og á Jaðarsbökkum
- Frítt í sund fyrir alla plokkara!
…. og takið myndir í gríð og erg og sendið á ia@ia.is
Áfram ÍA og Akranes!