Vorið er á næsta leyti og völlurinn okkar mun opna á næstu dögum eða við fyrsta tækifæri þegar aðstæður leyfa.
Að venju er ætlunin að hafa vinnudaga til að koma vellinum í það ástand sem nauðsynlegt er. Áætlað er að hafa tvo vinnudaga og sá fyrsti verður á morgun fimmtudag 20. apríl kl. 9-12 og sá síðari laugardaginn 22. apríl kl. 9-12. Mæting verður við vélaskemmu þar sem félagsmönnum verður úthlutað verkefni.
Verkefnið fimmtudaginn 20. apríl er að þökuleggja svæði við 4. flötina þar sem breytingar hafa átt sér stað í vetur. Ef mæting er góð þá verða næg önnur verkefni s.s. tiltekt á velli, koma út bekkjum, ruslafötum, brautarskiltum, teigmerkjum ofl. á sinn stað.
Verkefnið laugardaginn 22. apríl verður að halda áfram með útistandandi verkefni frá fimmtudeginum. Póstur verður sendur til félagsmanna á föstudeginum til að minna fólk á að mæta og hjálpa til við að koma vellinum okkar í flott ástand fyrir sumarið.
Áhugasamir félagsmenn sem komast til að aðstoða þessa boðaða vinnudaga eru vinsamlega beðnir að láta framkvæmdastjóra GL vita með svari á netfangið leynir@leynir.is eða í síma 896-2711.