Laugardagsmorguninn 25. mars, kl. 11:00, tekur A-lið 5. flokks kvenna á móti Aftureldingu hér í Akraneshöllinni. Þetta er annar leikur beggja liða í Faxaflóamótinu en bæði töpuðu í fyrsta leik. B-liðin mætast svo kl. 11:50, en það er þriðji leikur liðanna sem bæði eru þó enn í leit að sínum fyrstu stigum.
Sama dag kl. 13:00 fær B-lið ÍA/Skallagríms í 4. flokki kvenna Breiðablik 3 í heimsókn. Skagastúlkur eru fyrir leikinn í 4. sæti með 8 stig en gestirnir í því 7. með 6 stig.
A-lið ÍA/Kára í 2. flokki karla heimsækir Aftureldingu/Hvíta riddarann í Mosfellsbæinn, sá leikur er einnig kl. 13:00. Skagastrákar eru fyrir leikinn í 2. sæti með 17 stig eftir 8 leiki, en andstæðingarnir verma botnsætið.
Sunnudaginn 26. mars verður það svo A-lið 3. flokks karla sem skreppur í Mosfellsbæinn og mætir Aftureldingu. Leikurinn fer fram kl. 16:30. Skagastrákar unnu sigur á HK í síðasta leik og freista þess nú að komast uppfyrir Aftureldingu í töflunni með hagstæðum úrslitum.
Þriðjudaginn 28. mars gerir 2. flokkur karla ÍA/Kári sér ferð á Seltjarnarnesið og mætir Gróttu. Leikur A-liðanna fer fram kl. 18:30 en B-liðanna kl. 20:15. Eins og við höfum áður minnst á eru Skagastrákar í toppslagnum en lið Gróttu er hins vegar í baráttunni við botninn, A-liðið í næstneðsta sæti og B-liðið í því neðsta fyrir leiki vikunnar.
Sama dag, kl. 20:00, mætir A-lið 3. flokks kvenna Grindavík hér í Akraneshöllinni. Fyrir leikinn eru Skagastúlkur með 7 stig eftir 5 leiki en Grindvíkingarnir með 3 stig eftir 4 leiki.
Að vanda verða líka ýmsir gestir í Höllinni nú um helgina:
Laugardaginn 25. mars kl. 15:00 Skallagrímur – Hörður Í í Lengjubikar karla
Laugardaginn 25. mars kl. 17:00 Vestri – Sindri í Lengjubikar karla
Sunnudaginn 26. mars kl. 13:00 Snæfell/UDN – Árborg í Lengjubikar karla
Sunnudaginn 26. mars kl. 15:00 ÍBV – Þór/KA í Lengjubikar kvenna