Síðastliðinn mánuður hefur heldur betur verið viðburðaríkur hjá Fimleikafélagi ÍA.
Á miðvikudag s.l. fór fram úrtökuæfing fyrir A landslið Íslands í hópfimleikum. Í kjölfar var valið í úrvalshópa fyrir tímabilið en liðin stefna á keppni á Evrópumótinu í Baku í október á þessu ári. Skagakonan Guðrún Julianne Unnarsdóttir var valin í 16 manna úrvalshóp kvenna og hefur hún því stimplað sig inn í fremstu röð á landsvísu í hópfimleikum.
ÍA óskar Guðrúnu innilega til hamingju með þennan magnaða árangur.
Lesa má nánar um landsliðin hér
Guðrún Julianne fimleikakona á Bikarmóti FSÍ 24. febrúar s.l.
Síðustu helgina í febrúarmánuði fór fram Bikarmótið í hópfimeikum í Fjölni í Egilshöll. Mótið hófst á föstudag á keppni í stökkfimi eldri þar sem ÍA átti þrjú lið. 2. flokkur átti lið í stúlknaflokki sem hafnaði í 6. sæti. Strákarnir í drengjahópnum okkar urðu bikarmeistarar í drengjaflokki. Meistara- og 1.flokkur voru með mix lið í flokki blandaðra liða sem varð einnig bikarmeistari. Frábær byrjun á bikarmótshelginni.
Á laugardag 24. febrúar hélt svo keppnin áfram þegar keppt var í 3 flokki. ÍA sendi 3 stúlkna lið til keppni sem kepptu í B deild. Stelpurnar skírðu liðin sín sjálfar og ÍA sítrónur lentu í 3 sæti, ÍA apríkósur voru í 5 sæti og ÍA vatnsmelónur í 8 sæti. Flottur árangur hjá þessum stóra stúlknahóp.
Hápunktur helgarinnar var svo seinnipart á laugardags þegar 1. flokkur og meistaraflokkur keppti en mótið var sýnt í beinni á RÚV. Mótið var virkilega skemmtilegt en þar mátti sjá besta fimleikafólk landins berjast um bikarmeistaratitilinn. Meistaraflokkur ÍA stóð sig frábærlega og lenti í 3 sæti. Stelpurnar hafa verið í mikilli framför eins og sjá mátti og verður spennandi að fylgjast með þeim á Íslandsmótinu í vor.
Á sunnudegdeginum var svo keppni hjá 2 flokki en þar átti ÍA einnig 1 lið. Jöfn og spennandi keppni þar sem okkar konur lentu í 6. sæti einungis þremur stigum á eftir 1 sætinu.
Það má því með sanni segja að Bikarmótshelgin hafi verið meiriháttar hjá flotta fimleikafólkinu okkar.
Fyrr í mánuðinum fór einnig fram GK mótið í stökkfimi og hópfimleikum og mótaröð 2.
GK mótið skiptist á tvær helgar. Á GK eldri kepptu iðkendur í 2 og 3 flokki. 2. flokkur sýndi frábæra fimleika og endaði í 3 sæti á mótinu. 3 flokkur keppti í B deildinni en ÍA sítrónur lentu í 1. sæti, ÍA apríkósur í 5. sæti og ÍA vatnsmelónur í 6. sæti.
Á GK yngri keppti svo 4 flokkur. Þar sendum við þrjú lið til leiks sem kepptu í B og C deild. ÍA refir voru í 9. sæti í B deild, ÍA íkornar voru í 3. sæti í C deild og ÍA býflugur í 10. sæti.
Meistaraflokkur ÍA keppti svo á Mótaröð 2 en mótið er undirbúningsmót fyrir Bikarmót þar sem ekki er keppt til verðlauna. Keppendur stökkva í mýkri lendingar og geta prufað stökk sem stefnt er að á bikarmóti.
Skemmtilegur og annasamur mánuður á enda kominn.
Meðfylgjandi eru liðsmyndir ÍA og myndaveisla af Meistaraflokk ÍA keppa á Bikarmótinu, en þær voru fengnar í láni af síðu FSÍ.
ÁFRAM ÍA