ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Viðbrögð vegna fyrirhugaðs samkomubanns

Viðbrögð vegna fyrirhugaðs samkomubanns

13/03/20

#2D2D33

Í kjölfar samkomubanns sem gildir tekur á miðnætti 15. mars næstkomandi  (aðfaranótt mánudags) og á að vara í mánuð er ljóst að endurskoða þarf og takmarka starfsemi á vegum aðildarfélaga ÍA.

Í samstarfi við Akraneskaupstað er unnið að sameiginlegum leiðbein­ingum um íþrótt­a- og skólastarf barna á Akranesi. Allir aðilar eru að feta alveg nýjar slóðir, einnig yfirvöld í landinu og er því nauðsynlegt að hafa skilning á því að ekki hefur gefist tími til að sjá allt fyrir.

UMFÍ hefur birt frétt um áhrif samkomubannsins á íþrótta- og æskulýðsstarf þar sem farið er yfir stöðu málsins. https://www.umfi.is/utgafa/frettasafn/ahrif-samkomubanns-a-ithrotta-og-aeskulydsstarf/

Atburðarrásin er hröð þessa dagana og gefa verður svigrúm til að láta reyna á útfærslur og túlkun nýrra reglna. ÍA og Akraneskaupstaður munu gera sitt besta til að miðla upplýsingum til iðkenda, foreldra og íþróttafélaga á Akranesi þegar nýjar upplýsingar koma fram. Ef frekari upplýsinga er þörf t.d. varðandi fyrirkomulag æfinga er bent á að hafa samband við viðkomandi íþróttafélag.

Á heimasíðu UMFÍ  umfi.is er „Spurt og svarað um áhrif samkomubanns“ og þar munu einnig birtast frekari svör á næstu dögum.

Nánari upplýsingar má finna á:

https://www.covid.is/

http://www.isi.is/

http://umfi.is/

https://www.akranes.is/

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content