Laugardaginn 18. febrúar verður haldið 9 holu innanfélagsmót (holur 10-18) þar sem ræst er út af öllum teigum samtímis kl. 10:00 ef næg þátttaka fæst en lágmarksfjöldi er 15 kylfingar. Spilað er af sumarflötum og teigum í þetta skiptið en veðurfar s.l. vikur er afar sérstakt og því eru kylfingar hvattir til að nýta svona tækifæri sem gefst nú um miðjan febrúar.
Spiluð verður punktakeppni með forgjöf þar sem hámarksforgjöf karla er 28 og kvenna 36. Verðlaun fyrir 1. sæti og nándarverðlaun á 18. holu. Fjölmennum sem flest og tökum þátt í vetrarmótum GL meðan veður og aðstæður leyfa.
Mótsgjald er 1000 kr. og fer skráning fram á golf.is