Mikilvægt er að slík mál séu ekki unnin innan félags heldur sé leitað aðstoðar hjá barnavernd, lögreglu eða samskiptaráðgjafa íþrótta – og æslulýðsstarfs.
Hægt er að tilkynna til Íþróttabandalags Akraness öll þau mál sem snúa að óæskilegri hegðun, ofbeldi eða kynferðislegri áreitni. ÍA fer með málið beint til samskiptaráðgjafa, nema að það sé þess eðlis að tilkynna verði það til barnaverndar og eða lögreglu.
Samskiptaráðgjafi starfar samkvæmt lögum nr. 45/2019 í þágu íþrótta- og æskulýðsmála. Öll mál sem varða óæskilega hegðun, ofbeldi eða kynferðislega áreitni skal fara með til samskiptaráðgjafa til umsagnar og úrvinnslu.
Hægt er að fara með mál til samskiptaráðgjafa beint án aðkomu Íþróttabandalags Akraness, ef viðkomandi óskar eftir því og getur Íþróttabandalagið haft milligöngu með mál.
Skilgreining á einelti er þröng og ætti því eingöngu að vera á höndum fagaðila að fara í gegnum þá þætti sem skilgreina einelti. Til þess að hægt sé að skilgreina rétt hvort um einelti sé að ræða, þarf að eiga sér stað fagleg eineltisrannsókn sem samskiptaráðgjafi stýrir.
Ef grunur er um einelti á að tilkynna það strax.
Án undantekinga eiga mál af þessum toga að vinnast utan aðildarfélaga ÍA og utan íþróttabandalagsins, þó svo að alltaf verði áhersla lögð á samstarf til lausna við öll félög og bandalagið.