HVAÐ ER Í BOÐI

VALMYND

verklag um fjárreiður

Ábyrgð og verklag um fjárreiður

Í fjármálum ÍA þarf að fara vandlega með þær tekjur sem koma inn í íþróttahreyfinguna ásamt því að standa skil á þeim gjöldum sem ber að greiða. Mikilvægt er að að viðhafa það verklag að fjármálin séu hafin yfir allan vafa og fyllsta öryggis sé gætt. Að bókhald ÍA og aðildarfélaga þess sé með þeim hætti að það sé skýrt og rekjanlegt. Huga skal vel að innra eftirliti, eftir því sem eftirlitið er meira með rekstrinum, þeim mun betra fyrir alla aðila.

Leiðbeiningar um fjárreiður ÍA

  • Framkvæmdastjórn ÍA ber ábyrgð á fjármálum Íþróttabandalagsins. Á sama hátt ber aðalstjórn viðkomandi aðildarfélags ÍA ábyrgð á fjármálum þess.
  • Framkvæmdastjórn ÍA / aðalstjórn félags skal samþykkja á stjórnarfundi hverjir hafa umboð til að skuldbinda bandalagið / félagið. Viðsemjendum skal gert ljóst að samningsaðili sé í umboði bandalagsins / félagsins.
  • Framkvæmdastjórn ÍA / aðalstjórn félags skal hafa eftirlit með að farið sé eftir samþykktum stjórnarinnar og áætlunum. Æskilegt er að meðferð fjármuna og bókhald sé aðskilið með þeim hætti að það sé sitthvor aðilinn sem sér um meðferð fjármuna og svo hinsvegar færi bókhaldið og útbúi ársreikninginn.
  • Framkvæmdastjórn ÍA / aðalstjórn félags skal gera fjárhagsáætlun fyrir hvert reikningsár. Þessir aðilar bera ábyrgð á því að fjárhagsáætlanir bandalagsins / félagsins séu haldnar, óheimilt er að skuldbinda bandalagið / félagið umfram það sem samþykktar áætlanir gera ráð fyrir.
  • Varanlega rekstrarfjármuni og lausafé ber að varðveita á sem bestan hátt og gæta skal því að þessar eignir séu vátryggðar með eðlilegum hætti.
  • Aðildarfélög ÍA skulu aðskilja í reikningum sínum fjárreiður yngri iðkenda (barna- og unglingastarf) svo og eldri iðkenda (afreksstarf og almenningsíþróttir).
  • ÍA og aðildarfélög þess skulu fylgja öllum opinberum ákvæðum um greiðslu skatta og atvinnurekenda gjalda. Einnig ber að afhenda skattyfirvöldum allar upplýsingar varðandi launa- og verktakagreiðslur sem farið er fram á.
  • Áður en ráðist er í framkvæmdir skal lögð fyrir stjórn áætlun um framkvæmdakostnað og hvernig afla eigi fjár til að greiða fyrir framkvæmdina.
  • Lántökur ÍA eru háðar samþykki aðalstjórnar ÍA, á sama hátt eru lántökur aðildafélags ÍA háðar samþykki aðalstjórnar þess. Áður en aðalstjórn samþykkir lántöku í nafni bandalagsins / félagsins skal hún kanna hvort félagið getur staðið við þær skuldbindingar sem felast í lántökunni. Ef lán er tekið án heimildar aðalstjórnar ber félagið ekki ábyrgð á umræddri lántöku. Gjalddaga lána skal getið í ársreikningi.

Bókhald, fylgiskjöl og ársreikningar

Haga skal bókhaldi þannig að á skýran og aðgengilegan hátt megi rekja viðskipti og notkun fjármuna. Færslur í bókhaldi skulu að jafnaði vera í réttri tímaröð og gefa rétta mynd af viðskiptunum þegar þau fóru fram og skal texti bókunarinnar lýsa innihaldi færslunnar á skýran hátt. Jafnframt skal vísað til dagsetningar viðeigandi fylgiskjals, sem skal vera númerað í kerfisbundinni röð. Sérhver færsla í bókhaldi skal byggð á áreiðanlegum og fullnægjandi gögnum sem rekja má til viðskiptanna

Leiðbeiningar um bókhald ÍA

  • Framkvæmdastjórn ÍA ber ábyrgð á fjármálum Íþróttabandalagsins. Á sama hátt ber aðalstjórn viðkomandi aðildarfélags ÍA ábyrgð á fjármálum þess.
  • Framkvæmdastjórn ÍA / aðalstjórn félags skal samþykkja á stjórnarfundi hverjir hafa umboð til að skuldbinda bandalagið / félagið. Viðsemjendum skal gert ljóst að samningsaðili sé í umboði bandalagsins / félagsins.
  • Framkvæmdastjórn ÍA / aðalstjórn félags skal hafa eftirlit með að farið sé eftir samþykktum stjórnarinnar og áætlunum. Æskilegt er að meðferð fjármuna og bókhald sé aðskilið með þeim hætti að það sé sitthvor aðilinn sem sér um meðferð fjármuna og svo hinsvegar færi bókhaldið og útbúi ársreikninginn.
  • Framkvæmdastjórn ÍA / aðalstjórn félags skal gera fjárhagsáætlun fyrir hvert reikningsár. Þessir aðilar bera ábyrgð á því að fjárhagsáætlanir bandalagsins / félagsins séu haldnar, óheimilt er að skuldbinda bandalagið / félagið umfram það sem samþykktar áætlanir gera ráð fyrir.
  • Varanlega rekstrarfjármuni og lausafé ber að varðveita á sem bestan hátt og gæta skal því að þessar eignir séu vátryggðar með eðlilegum hætti.
  • Aðildarfélög ÍA skulu aðskilja í reikningum sínum fjárreiður yngri iðkenda (barna- og unglingastarf) svo og eldri iðkenda (afreksstarf og almenningsíþróttir).
  • ÍA og aðildarfélög þess skulu fylgja öllum opinberum ákvæðum um greiðslu skatta og atvinnurekenda gjalda. Einnig ber að afhenda skattyfirvöldum allar upplýsingar varðandi launa- og verktakagreiðslur sem farið er fram á.
  • Áður en ráðist er í framkvæmdir skal lögð fyrir stjórn áætlun um framkvæmdakostnað og hvernig afla eigi fjár til að greiða fyrir framkvæmdina.
  • Lántökur ÍA eru háðar samþykki aðalstjórnar ÍA, á sama hátt eru lántökur aðildafélags ÍA háðar samþykki aðalstjórnar þess. Áður en aðalstjórn samþykkir lántöku í nafni bandalagsins / félagsins skal hún kanna hvort félagið getur staðið við þær skuldbindingar sem felast í lántökunni. Ef lán er tekið án heimildar aðalstjórnar ber félagið ekki ábyrgð á umræddri lántöku. Gjalddaga lána skal getið í ársreikningi.
Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content