ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Vel heppnað stelpugolf á Garðavelli

Vel heppnað stelpugolf á Garðavelli

05/06/17

#2D2D33

Stelpugolfdagurinn var haldinn á Garðavelli mánudaginn 5. júní með glæsibrag þar sem ömmur, mömmur, dætur, frænkur og vinkonur mættu og fengu grunnkennslu í öllum þáttum golfsins.

Hulda Birna Baldursdóttir PGA golfkennari ásamt góðum liðsauka golf leiðbeinenda GL og kvennanefnd GL gerðu daginn skemmtilegan og áhugasaman og má ætla að þetta verði árviss viðburður hér eftir á Garðavelli.

Margar stelpur á öllum aldri skiluðu inn skorkorti í Happdrætti stelpugolfsins og voru eftirfarandi stelpur dregnar út:

Golfhringur fyrir tvo hjá Golfklúbb Akureyrar (GA), Kolbrún Kjartansdóttir
Golfhringur fyrir tvo hjá Golfklúbb Grindavíkur (GG), Helga Gísladóttir
Golfhringur fyrir tvo hjá Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar (GKG), Eyja Þóra Guðjónsdóttir
Golfhringur fyrir tvo hjá Golfklúbb Selfoss (GOS), Arna Magnúsdóttir
Golfhringur fyrir tvo hjá Golfklúbbnum Leyni (GL), Klara B. Gunnarsdóttir

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content