ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Valur vann sigur á ÍA í baráttuleik

Valur vann sigur á ÍA í baráttuleik

08/05/17

#2D2D33

Meistaraflokkur karla mætti Val í öðrum leik Íslandsmótsins sem fram fór við góðar aðstæður á Norðurálsvelli þó svalt væri í veðri.

Bæði lið byrjuðu af krafti en Valur skapaði sér hættulegri færi og úr einni slíkri sókn fengu þeir vítaspyrnu á 21. mínútu þar sem Sigurður Egill Lárusson skoraði af öryggi. Skagamenn reyndu að komast inn í leikinn en Valur hélt áfram að sækja og Guðjón Pétur Lýðsson skoraði annað mark gestanna á 34. mínútu.

Fimm mínútum síðar komst ÍA inn í leikinn þegar Þórður Þorsteinn Þórðarson tók aukaspyrnu sem var utarlega á vallarhelmingi Vals. Um glæsilega spyrnu var að ræða og boltinn söng efst í markhorninu, óverjandi fyrir markvörð Vals. ÍA reyndi að jafna metin fyrir hlé en staðan í hálfleik var 1-2.

Valur kom inn í seinni hálfleik af miklum krafti og ætlaði að bæta við fleiri mörkum. Liðið fékk ágæt færi og á 59. mínútu skoraði Haukur Páll Sigurðsson með skalla eftir hornspyrnu. Skagamenn áttu í töluverðum vandræðum með að skapa sér álitleg færi en á 75. mínútu náði Robert Menzel að skora með skalla eftir aukaspyrnu frá Þórði Þorsteini. Staðan orðin 2-3 og allt opið í leiknum.

ÍA sótti ákaft undir lok leiksins og Valur beitti skyndisóknum. Úr einni slíkri skoraði svo Nikolaj Hansen með góðu skoti og kláraði leikinn fyrir gestina. Leikurinn endaði því 2-4 fyrir Val þar sem bæði lið fengu mjög góð færi til að skora fleiri mörk.

 

Næsti leikur er svo gegn KR á Alvogenvell sunnudaginn 14. maí kl. 17:00. 

 

Að vanda var valinn maður leiksins úr Skagaliðinu og að þessu sinni varð Albert Hafsteinsson fyrir valinu. Hann fékk að launum gjafabréf fyrir tvo frá veitingastaðnum UNO.

 
ÍA 2-4 Valur
0-1 Sigurður Egill Lárusson (‘21)
0-2 Guðjón Pétur Lýðsson (‘34)
1-2 Þórður Þorsteinn Þórðarson (’39)
1-3 Haukur Páll Sigurðsson (’59)
2-3 Robert Menzel (’75)
2-4 Nikolaj Hansen (’93)

Edit Content
Edit Content
Edit Content