ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Valdís Þóra verður fyrsti varamaður á Opna bandaríska mótinu

Valdís Þóra verður fyrsti varamaður á Opna bandaríska mótinu

06/06/17

#2D2D33

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) komst í bráðbana um sæti á Opna bandaríska mótinu í gær mánudaginn 5. júní. Valdís Þór var grátlega nálægt því að öðlast þátttökurétt á einu af risamótunum í golfi eftir að hafa tekið þátt í 36 holu úrtökumóti sem fór fram hjá Buckinghamshire golfklúbbnum í Englandi.

Opna bandaríska mótið er eitt fimm risamóta í kvennagolfinu en það fer næst fram dagana 10.-16. júlí á þessu ári. Brittany Lang hefur titil að verja en allir bestu kvenkylfingar heims verða meðal keppenda.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content