Valdís Þóra atvinnukylfingur úr GL keppir dagana 4. til 6. maí í Sviss á LET Access mótaröðinni sem er næst sterkasta mótaröð Evrópu en Valdís er einnig með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni.
Að sögn Valdísar Þóru er völlurinn í góðu standi og ljóst að spennandi dagar eru framundan en Valdís hefur spilað þennan völl tvisvar áður og þekkir ágætlega til á þessum slóðum.
Það er nóg um að vera hjá Valdísi Þóru en hún kemur heim til Íslands að lokinni þátttöku í Sviss og stefnir á þátttöku á Eimskipsmótaröðinni á Egils Gull mótinu sem fram fer í Leirunni dagana 19. til 21. maí. Næsta mót ytra er svo 1. til 3. júní í Frakklandi.
Við hjá GL sendum Valdísi Þóru bestu óskir um gott gengi.
Mynd: LET European Tour