ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Valdís Þóra hefur leik á US Open fimmtudaginn 13. júlí

Valdís Þóra hefur leik á US Open fimmtudaginn 13. júlí

12/07/17

#2D2D33

Valdís Þóra Jónsdóttir hefur leik fimmtudaginn 13. júlí á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Mótið fer fram á Trump National Golf Club, Bedminster, N.J. og stendur það yfir í fjóra daga.
Mótið er eitt af fimm risamótum hvers árs á LPGA mótaröðinni og komst Valdís inn í mótið með góðum árangri á úrtökumóti sem fram fór á Englandi í júní.
Valdís Þóra er með gott teymi með sér en Hlynur Geir Hjartarson, golfkennari, verður kylfuberi hennar í mótinu en hann er jafnframt einn af þjálfurum hennar. Tómas Freyr Aðalsteinsson, íþróttasálfræðingur, er einnig í þjálfarateymi Valdísar og er hann mættur á keppnissvæðið til aðstoðar.
Golfklúbburinn Leynir óskar Valdísi Þóru góðs gengis á þessu risa móti.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content