Að venju fer Unglingalandsmót UMFÍ fram um verslunarmannahelgina, að þessu sinni á Egilsstöðum.
Mótið hefst föstudaginn 4. ágúst og lýkur um miðnætti sunnudaginn 6. ágúst. Þó er sú undantekning að keppni í golfi fer fram á fimmtudeginum 3. ágúst.
Í ár eru 23 mismunandi íþróttagreinar í boði þannig að allir áhugasamir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Greinarnar eru:
Boccia – Bogfimi – Fimleikalíf – Fjallahjólreiðar – Frisbígolf – Frjálsar íþróttir – Glíma – Golf – Götuhjólreiðar – Hestaíþróttir – Knattspyrna – Kökuskreytingar – Körfuknattleikur – Motocross – Ólympískar lyftingar – Rathlaup – Skák – Stafsetning – Strandblak – Sund – UÍA þrekmót – Upplestur og Íþróttir fatlaðra.
Unglingalandsmótið er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð fyrir 11-18 ára og þarf aðeins að greiða eitt þátttökugjald. Gjaldið er 7.000 krónur og er fyrir það hægt að skrá sig til keppni í fleiri en einni grein. Aðrir mótsgestir greiða ekkert gjald en þó geta þeir tekið þátt í fjölbreyttri afþreyingu og verkefnum sem boðið er upp á.
Þau börn geta komið og keppt á mótinu sem verða 11 ára á árinu. Þau þurfa hvorki að vera skráð í ungmennafélag né íþróttafélag og geta komið hvort þau vilja með öðrum í hópi eða sem einstaklingar og mynda þá hóp með öðrum stökum börnum og ungmennum.
Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ lýkur á miðnætti 30. júlí.
Tjaldsvæðið er ókeypis fyrir mótsgesti og fjölskyldur þeirra en greitt er fyrir afnot af rafmagni.
Eins og ævinlega er fjölbreytt dagskrá og afþreying fyrir alla mótsgesti yfir allt mótið. Krakkar 10 ára og yngri fá líka fjölmörg verkefni og eins foreldrarnir. Það verðu líf og fjör á Egilsstöðum frá morgni og fram á kvöld alla mótsdagana. Boðið verður upp á ýmsar smiðjur, kynning verður á skemmtilegum greinum, kvöldvökur þar sem engin smástirni eru á ferðinni. Á meðal þeirra tónlistarmanna sem fram koma eru Úlfur Úlfur, Hildur, Aron Hannes, Emmsjé Gauti, hljómsveitirnar Amabadama og Mur Mur, Hafnfirðingurinn Jón Jónsson og fleiri.
Heimasíða mótisins http://www.umfi.is/unglingalandsmot-umfi
Smelltu hér til þess að skoða allt um KEPPNISGREINAR mótsins: http://docs.wixstatic.com/…/15590d_c3dc66841cf144d99dbd571c…
Smelltu hér til þess að sjá KEPPNISDAGSKRÁ mótsins: http://docs.wixstatic.com/…/15590d_5d728c6e6fb14ec79b3c7768…
Smelltu hér til þess að sjá AFRÞEYINGARDAGSKRÁ mótsins: http://docs.wixstatic.com/…/15590d_41858c9163434de1aee7d202…
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG: https://umfi.felog.is/
Við hvetjum iðkendur hjá aðildarfélögum ÍA til að taka þátt í þessu skemmtilega móti þar sem samvera fjölskyldunnar er í öndvegi.
Ekki hika við að hafa samband ef við hjá ÍA getum aðstoðað ykkur með skráningu og eða nánari upplýsingar.