ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

UNGLINGALANDSMÓT UMFÍ 1.-4. ÁGÚST

UNGLINGALANDSMÓT UMFÍ 1.-4. ÁGÚST

12/07/24

UMFIS

Skráning er í fullum gangi á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer í Borgarnesi um verslunarmannahelgina, 1.-4. ágúst.

EITTHVAÐ FYRIR ALLA Í FJÖLSKYLDUNNI

Dagskrá Unglingalandsmótsins er afar fjölbreytt. Alls eru 18 keppnisgreinar í boði auk ýmisskonar afþreyingar og skemmtunar fyrir alla fjölskylduna.
Hér er að finna dagskrá keppnisgreina, afþreyingar og skemmtunar fyrir alla daga mótsins. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. 

ÍÞRÓTTIR

Mikill fjöldi íþróttagreina verður í boði, bæði hefðbundnar og óhefðbundnar. Keppni fer fram í mörgum þeirra en einnig verða ákveðnar greinar sem ekki verður formlega keppt í en allir geta prófað. Einnig verða ákveðnar greinar opnar fyrir alla fjölskylduna og þá skiptir aldurinn engu máli.

Helstu greinar sem í boði eru: badminton, bogfimi, borðtennis, frjálsar íþróttir, glíma, golf, grasblak, grashandbolti, hestaíþróttir, hjólreiðar, knattspyrna, kökuskreytingar, körfubolti, pílukast, skák, stafsetning, sund og upplestur.

EINSTÖK UPPLIFUN

Unglingalandsmót UMFÍ er einstök upplifun fyrir alla fjölskylduna. Samvera og gleði frá morgni til kvölds þar sem allir finna verkefni við sitt hæfi og á sínum forsendum. Allir á aldrinum 11-18 ára geta keppt á mótinu. 

Þátttakendur þurfa hvorki að vera skráðir í íþróttafélag né æfa íþróttir. Þátttakendur þurfa heldur ekki að vera með lið til að geta keppt í ýmsum greinum, svo sem körfubolta eða fótbolta. Við búum til lið fyrir þátttakendur sem ekki eru í liði eða komum viðkomandi í lið.

Heilmikil afþreying er í boði á Unglingalandsmótinu. Bæði foreldrar og yngri og eldri systkini sem ekki ætla að keppa í greinum geta notið hennar og fá allskonar verkefni alla daga mótsins. 

SKRÁNING

Skráning fer fram í gegnum Abler. Þátttakendur greiða eitt þátttökugjald upp á 9.400 krónur óháð því hvað þeir taka þátt í mörgum keppnisgreinum. Aðeins er greitt fyrir þátttakendur 11 – 18 ára.
Frítt er fyrir systkini og foreldra. Auk þess er innifalið í miðaverðinu aðgangur að tjaldsvæði fyrir alla fjölskylduna. Nánar um það hér.

SKRÁ MIG TIL LEIKS!

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Framkvæmdastjóri mótsins er Ómar Bragi Stefánsson. Netfang: omar@umfi.is. Sími 898

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content