ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Ungir leikmenn semja við ÍA

Ungir leikmenn semja við ÍA

08/01/18

#2D2D33

Alexander Már Þorláksson, Birgir Steinn Ellingsen og  Marinó Hilmar Ásgeirsson hafa skrifað undir tveggja ára samning við Knattspyrnufélag ÍA og gilda samningar út leiktíðina 2019.

Alexander Már Þorláksson er fæddur árið 1995 og er uppalinn í ÍA. Hann hefur á liðnum árum spilað með Fram, KF og Hetti og á síðasta tímabili skoraði hann 17 mörk í 18 leikjum með Kára. Með því varð hann markakóngur þriðju deildar.

Birgir Steinn Ellingsen er fæddur árið 1998 og er uppalinn í ÍA. Hann hefur á síðustu árum spilað með yngri flokkum ÍA auk þess að hafa spilað leiki með Kára.

Marinó Hilmar Ásgeirsson er sömuleiðis fæddur árið 1995 og uppalinn í ÍA. Hann hefur á síðustu árum spilað með Kára þar sem hann hefur staðið fyrir sínu.

Knattspyrnufélag ÍA fagnar komu Alexanders Más og Marinó Hilmars til félagsins og telur að hér séu komnir ungir og efnilegir leikmenn sem eiga eftir að vera í stóru hlutverki hjá KFÍA á komandi árum.

“Það er jákvætt að Alexander Már, Birgir Steinn og Marinó Hilmar skuli hafa skrifað undir samning við ÍA til næstu tveggja ára. Þetta eru allt efnilegir og duglegir leikmenn sem hafa mikinn metnað. Þeir munu án vafa styrkja leikmannahóp okkar fyrir komandi tímabil.” sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.

Edit Content
Edit Content
Edit Content