Jólafríið er sá tími sem sundkrakkarnir okkar nýta til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil og er þeim mikilvægur.
Þessa daga um hátíðarnar hafa bæði vindar og viðgerðir á pottum Jaðarsbakka verið að stríða okkur.
Í tvígang höfum við tekið krakka upp úr lauginni því plötur af „skjólvegg“ sem gerður var til að girða af vinnusvæði við laugina var farinn að fjúka, vildum ekki eiga það á hættu að plata myndi fjúka á einhvern sundmanninn.
Seinnipart desembermánaðar þegar undirbúningur fyrir nýtt tímabil á að vera á fullu má oft sjá þessi skilaboð til krakkanna og því miður oft yfir vetrartímann :
* Laugin of köld til að fara ofaní í dag.
* Takið með bæði þrek og sundföt í dag, ekki víst að laugin sé nægilega heit.
* Fylgist með í fyrramálið hvort laugin er orðin nógu heit til að synda
* Ekki er óhætt að synda í lauginni í dag þar sem veggurinn er farinn að gefa sig
* Það er gat á miðjum vegg. Gott að við vorum ekki með neinn ofan í þegar plöturnar fuku !!
* Laugin er orðin mjög köld þannig að það þarf að hafa með sér þrekföt til öryggis.
* Krakkar það er lítið vatn eftir í lauginni og veggurinn er byrjaður að fjúka út á haf. En við ætlum að skella okkur í þrek þannig mætið með þrek föt.
Álíka pósta gætum við því miður sent of oft yfir vetrartímann.
Krakkarnir okkar eru hetjur og dáumst við að þeirra þolinmæði, ekki allir sem leika það eftir að synda hundruð kílómetra í svona veðri oft á tíðum
Þess má geta að sundlaugin er einnig lokuð bæjarbúum í gær og í dag, ekki ljóst hvað verður á morgun.
Velkomin á Jaðarsbakka.