ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Um Donnabikar og Stínubikar

Um Donnabikar og Stínubikar

08/10/15

#2D2D33

Þriðjudaginn 6. Október síðastliðinn voru reglur um veitingu Donnabikars og Stínubikars samþykktar, en reglurnar má finna hér:  http://www.kfia.is/um_kfia/reglur_kfia/

 

Donnabikar sem gefinn var af afkomendum Halldórs Sigurbjörnssonar (Donna) hefur verið afhentur frá árinu 1985 þeim leikmanni yngri flokka sem þótt hefur sýna bestan árangur á síðastliðnu ári að mati þjálfara flokkanna og yfirþjálfara félagsins. Hingað til hefur verið um einn bikar að ræða og því iðkendur af báðum kynjum undir. Hin síðustu ár hefur verið horft til þess að velja iðkanda af því kyni sem ekki fékk bikarinn árið áður.

 

Nú hefur verið gerð breyting á og verður Donnabikar eftirleiðis veittur þeim strák sem telst sýna bestan árangur í 3. eða  4. Flokki en tekinn hefur verið upp samsvarandi bikar, Stínubikar, hjá stelpunum.

 

Stínubikar er nefndur eftir Kristínu Aðalsteinsdóttur (f. 1957) sem var fyrsta konan frá ÍA til að keppa með íslenska landsliðinu. Það var í september árið 1981. Það var jafnframt í fyrsta A-landsleik kvenna. Leikurinn var í Skotlandi og sigruðu heimamenn leikinn 3-2. Þess má geta að tvær aðrar Skagakonur voru á varamannabekknum, þær Ragnheiður Jónasdóttir og Kristín Reynisdóttir.  Kristín lék alls 3 landsleiki fyrir Ísland, en það er rétt að geta þess að fleiri voru leikir liðsins ekki þessi fyrstu tvö starfsár þess. Fyrir ÍA lék hún 24 leiki á árunum 1983-1985 og skoraði í þeim 3 mörk. Gefandi bikarsins er Þorgeir og Ellert hf.

 

Halldór Sigurbjörnsson (f.1933), betur þekktur sem Donni, lék 110 leiki fyrir ÍA á árunum 1950-1965 og skoraði í þeim 40 mörk. Hann átti einnig 8 leiki fyrir A-landslið karla á árunum 1954-1957.

 

Í ár hlaut Arnór Sigurðsson Donnabikarinn en Bergdís Fanney Einarsdóttir Stínubikarinn.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content