Á 75. ársþingi Íþróttabandalags Akraness sem fór fram þann 11. apríl síðastliðinn undirrituðu Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Marella Steinsdóttir formaður ÍA tvo samninga milli Akraneskaupstaðar og ÍA, annars vegar heildarsamning um rekstur og samskipti Akraneskaupstaðar og ÍA og hins vegar um leigu og rekstur heilsuræktarstöðvar í Íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum og á Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Samningarnir taka gildi nú þegar og gilda til og með 31. desember 2022.
Verkefnatengdur styrkur til ÍA hækkar úr 3,1 milljónum í 4,5 milljónir og til viðbótar greiðir Akraneskaupstaður 3,5 milljónir árlega vegna verkefnastjórnunar af hálfu Íþróttabandalagsins í innleiðingarfasa Heilsueflandi samfélags á Akranesi. Sannarlega góðar fréttir og spennandi verkefni framundan hjá ÍA og Akraneskaupstað.
Nánar má lesa um samningana á vef Akraneskaupstaðar