Rétt í þessu var kynntur leikmannahópur U21 árs landsliðsins sem sækir Englendinga heim þann 10. júní næstkomandi. Um er að ræða vináttuleik og verður hann leikinn fyrir luktum dyrum.
Skagamennirnir Tryggvi Hrafn Haraldsson og Albert Hafsteinsson hafa verið valdir í hópinn. Tryggvi hefur áður fengið tækifæri með A-landsliðinu í janúar og með U21 í mars en þetta er í fyrsta skipti sem Albert er valinn í hópinn fyrir landsleik.
Við óskum strákunum til hamingju með valið og trúum því að þeir muni standa sig vel.